Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss 16-32 | Selfyssingar völtuðu yfir Stjörnuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 21:00 vísir/bára Selfoss endar í öðru sæti Olísdeildar karla eftir öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð deildarinnar sem fram fór í kvöld. Liðin mættust í Garðabænum og sáu bláklæddir heimamenn aldrei til sólar. Fyrir leikinn var að tiltölulega litlu að keppa fyrir bæði lið, þau voru örugg inn í úrslitakeppnina en það var bara spurning um hvernig niðurröðunin væri. Það sást líka fljótt að menn voru kannski komnir með hugann í úrslitakeppnina. Sóknarleikur Stjörnunnar var enginn í fyrri hálfleik. Það tók þá rúmar fimm mínútur að koma marki í leikinn og það kom úr vítakasti. Fyrsta mark heimamanna úr opnum leik kom á 13. mínútu og þeir enduðu hálfleikinn með aðeins fjögur mörk skoruð. Þeim til varnar átti Sölvi Ólafsson algjörlega stórkostlegan fyrri hálfleik og var með ellefu skot varin af 15. Selfyssingar voru að spila góða vörn en Stjörnumenn gerðu sér enga greiða, sendingar þeirra oft ekki upp á marga fiska enda óðu gestirnir í hraðaupphlaupum. Selfyssingar fóru illa með þó nokkur dauðafæri en þrátt fyrir það voru þeir ellefu mörkum yfir í hálfleik, 4-15. Stjörnumenn komu betur inn í seinni hálfleikinn en það var bara of lítið og of seint. Selfyssingar slökuðu líklega ósjálfrátt aðeins á þar sem leikurinn var í raun unninn, en þeir hleyptu heimamönnum þó aldrei aftur inn í leikinn. Seinni hálfleikurinn varð í raun bara formsatriði, menn hlupu í gegnum kerfin og tíminn leið á klukkunni. Þegar upp var staðið munaði sextán mörkum á liðunum, 16-32.Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar spiluðu góðan leik, en þó var þetta ekki nein stórbrotin frammistaða. Þeir stóðu vörnina vel og fengu góða hjálp frá Sölva fyrir aftan. Sóknarleikur þeirra var oft á tíðum frekar stirður en þeir fengu mörg opin færi og í heildina geta þeir gengið mjög sáttir frá leik í TM höllinni.Hverjir stóðu upp úr? Sölvi Ólafsson var án efa maður leiksins, í það minnsta í fyrri hálfleik. Frammistaða hans dalaði aðeins í upphafi seinni hálfleiks, enda var hún nær fullkomin í fyrri hálfleik og því erfitt að gera betur. Hann endaði leikinn með yfir 50 prósenta markvörslu og átti frábært kvöld. Pawel Kiepulski kom aðeins inn á seinni part leiksins og stóð sig mjög vel. Í sókninni var Nökkvi Dan Elliðason áberandi, sérstaklega undir lokin. Ari Magnús Þorgeirsson var markahæstur Stjörnumanna ásamt Garðari Benedikt Sigurjónssyni.Hvað gekk illa? Eins og áður hefur komið fram var sóknarleikur Stjörnunnar alls ekki til útflutnings í fyrri hálfleik. Þeim fór að ganga betur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn fær líklega að fjúka sem fyrst úr minnum leikmannanna. Sendingar voru oft kærulausar og auðvelt fyrir Selfyssinga að komast inn í þær, þeir áttu erfitt með að brjóta sér leið í gegnum vörnina og það gekk hreinlega ekkert upp hjá þeim í sókninni í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Nú er deildarkeppnin búin og við tekur smá landsleikjahlé. Svo þegar úrslitakeppnin fer á flug þá mæta Stjörnumenn deildarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitunum en Selfyssinga bíður ÍR.Rúnar á hliðarlínunni í vetur.vísir/báraRúnar: Vissum kannski að við myndum tapa en ekki svona illa „Þetta var verðskuldað tap í dag og okkur var harkalega refsað fyrir að byrja kannski ekki með okkar sterkasta lið inn á,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við bara lentum á vegg, þessir strákar sem fengu að byrja, og þeir læra vonandi af því.“ „Við náðum aldrei takti, byrjuðum á ákveðnu liði og fundum aldrei taktinn. Selfyssingarnir voru bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum í dag.“ Rúnar tók tapið á sínar herðar þar sem hann ákvað að hvíla leikmenn sem voru tæpir fyrir átökin í úrslitakeppninni. „Við erum komnir í úrslitakeppnina, þetta var ekki leikur upp á líf og dauða fyrir okkur og bara fínt að enginn meiddist í dag.“ „Það munar um ákveðna pósta í liðinu hjá okkur, þetta tap fer alfarið á mig, undirbúningurinn og takturinn fór aðeins úr þessu með því að byrja svona. Við vissum kannski að við myndum tapa en ekki svona illa og að vera svona illa undir í hálfleik.“ „En þetta er bara staðan á liðinu í dag þegar ákveðnir menn eru ekki með.“ Bjarki Már Gunnarsson var ekki í leikmannahóp Stjörnunnar í kvöld, hann var einn af þeim sem var hvíldur og það alveg allan leikinn. Rúnar sagði hann hafa verið að harka af sér meiðsli allt árið. „Hann er búinn að vera tæpur og harkað af sér síðan í desember, menn finna ekki alveg hvað er að honum. Við erum búnir að reyna að hvíla hann til þess að hann verði betri og það mættu bara margir taka sér hann til fyrirmyndar í að leggja sig fram fyrir liðið.“Patrekur Jóhannessonvísir/skjáskotPatrekur: Liðið spilaði sem ein heild „Að vinna með 16 mörkum á útivelli, það er eitthvað sem maður lendir ekki oft í svo ég er hrikalega ánægður með hvernig liðið spilaði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok. „Við vorum mjög vel einbeittir, eins og við höfum verið í flest öllum leikjum. Leiddum alveg frá upphafi og unnum sanngjarnt.“ Patrekur vildi þó lítið taka undir það að Stjarnan hafi átt frekar afleitan leik í kvöld. „Ég er ánægður með hvernig við fórum eftir skipulagi. Vorum að einbeita okkur að því sem við lögðum upp með og ég get bara sagt um mitt lið og hvernig það var.“ „Er virkilega ánægður, Sölvi var að verja virkilega vel og við keyrðum grimmt á þá, mættum þeim framarlega sama hverjir voru inni á vellinum. Liðið spilaði sem ein heild.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍR-ingar bíða í úrslitakeppninni. „Nú þarf bara að kíkja á það, þeir eru með hörku gott lið.“ „Við erum að ná 34 stigum, sama stigafjölda í fyrra, og erum því að jafna hæsta stigafjölda Selfoss frá upphafi. Ég er gríðarlega ánægður með það og svo á mánudag, þriðjudag þá kíki ég á ÍR.“ Olís-deild karla
Selfoss endar í öðru sæti Olísdeildar karla eftir öruggan sigur á Stjörnunni í lokaumferð deildarinnar sem fram fór í kvöld. Liðin mættust í Garðabænum og sáu bláklæddir heimamenn aldrei til sólar. Fyrir leikinn var að tiltölulega litlu að keppa fyrir bæði lið, þau voru örugg inn í úrslitakeppnina en það var bara spurning um hvernig niðurröðunin væri. Það sást líka fljótt að menn voru kannski komnir með hugann í úrslitakeppnina. Sóknarleikur Stjörnunnar var enginn í fyrri hálfleik. Það tók þá rúmar fimm mínútur að koma marki í leikinn og það kom úr vítakasti. Fyrsta mark heimamanna úr opnum leik kom á 13. mínútu og þeir enduðu hálfleikinn með aðeins fjögur mörk skoruð. Þeim til varnar átti Sölvi Ólafsson algjörlega stórkostlegan fyrri hálfleik og var með ellefu skot varin af 15. Selfyssingar voru að spila góða vörn en Stjörnumenn gerðu sér enga greiða, sendingar þeirra oft ekki upp á marga fiska enda óðu gestirnir í hraðaupphlaupum. Selfyssingar fóru illa með þó nokkur dauðafæri en þrátt fyrir það voru þeir ellefu mörkum yfir í hálfleik, 4-15. Stjörnumenn komu betur inn í seinni hálfleikinn en það var bara of lítið og of seint. Selfyssingar slökuðu líklega ósjálfrátt aðeins á þar sem leikurinn var í raun unninn, en þeir hleyptu heimamönnum þó aldrei aftur inn í leikinn. Seinni hálfleikurinn varð í raun bara formsatriði, menn hlupu í gegnum kerfin og tíminn leið á klukkunni. Þegar upp var staðið munaði sextán mörkum á liðunum, 16-32.Af hverju vann Selfoss? Selfyssingar spiluðu góðan leik, en þó var þetta ekki nein stórbrotin frammistaða. Þeir stóðu vörnina vel og fengu góða hjálp frá Sölva fyrir aftan. Sóknarleikur þeirra var oft á tíðum frekar stirður en þeir fengu mörg opin færi og í heildina geta þeir gengið mjög sáttir frá leik í TM höllinni.Hverjir stóðu upp úr? Sölvi Ólafsson var án efa maður leiksins, í það minnsta í fyrri hálfleik. Frammistaða hans dalaði aðeins í upphafi seinni hálfleiks, enda var hún nær fullkomin í fyrri hálfleik og því erfitt að gera betur. Hann endaði leikinn með yfir 50 prósenta markvörslu og átti frábært kvöld. Pawel Kiepulski kom aðeins inn á seinni part leiksins og stóð sig mjög vel. Í sókninni var Nökkvi Dan Elliðason áberandi, sérstaklega undir lokin. Ari Magnús Þorgeirsson var markahæstur Stjörnumanna ásamt Garðari Benedikt Sigurjónssyni.Hvað gekk illa? Eins og áður hefur komið fram var sóknarleikur Stjörnunnar alls ekki til útflutnings í fyrri hálfleik. Þeim fór að ganga betur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikurinn fær líklega að fjúka sem fyrst úr minnum leikmannanna. Sendingar voru oft kærulausar og auðvelt fyrir Selfyssinga að komast inn í þær, þeir áttu erfitt með að brjóta sér leið í gegnum vörnina og það gekk hreinlega ekkert upp hjá þeim í sókninni í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Nú er deildarkeppnin búin og við tekur smá landsleikjahlé. Svo þegar úrslitakeppnin fer á flug þá mæta Stjörnumenn deildarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitunum en Selfyssinga bíður ÍR.Rúnar á hliðarlínunni í vetur.vísir/báraRúnar: Vissum kannski að við myndum tapa en ekki svona illa „Þetta var verðskuldað tap í dag og okkur var harkalega refsað fyrir að byrja kannski ekki með okkar sterkasta lið inn á,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við bara lentum á vegg, þessir strákar sem fengu að byrja, og þeir læra vonandi af því.“ „Við náðum aldrei takti, byrjuðum á ákveðnu liði og fundum aldrei taktinn. Selfyssingarnir voru bara miklu grimmari og betri á öllum sviðum í dag.“ Rúnar tók tapið á sínar herðar þar sem hann ákvað að hvíla leikmenn sem voru tæpir fyrir átökin í úrslitakeppninni. „Við erum komnir í úrslitakeppnina, þetta var ekki leikur upp á líf og dauða fyrir okkur og bara fínt að enginn meiddist í dag.“ „Það munar um ákveðna pósta í liðinu hjá okkur, þetta tap fer alfarið á mig, undirbúningurinn og takturinn fór aðeins úr þessu með því að byrja svona. Við vissum kannski að við myndum tapa en ekki svona illa og að vera svona illa undir í hálfleik.“ „En þetta er bara staðan á liðinu í dag þegar ákveðnir menn eru ekki með.“ Bjarki Már Gunnarsson var ekki í leikmannahóp Stjörnunnar í kvöld, hann var einn af þeim sem var hvíldur og það alveg allan leikinn. Rúnar sagði hann hafa verið að harka af sér meiðsli allt árið. „Hann er búinn að vera tæpur og harkað af sér síðan í desember, menn finna ekki alveg hvað er að honum. Við erum búnir að reyna að hvíla hann til þess að hann verði betri og það mættu bara margir taka sér hann til fyrirmyndar í að leggja sig fram fyrir liðið.“Patrekur Jóhannessonvísir/skjáskotPatrekur: Liðið spilaði sem ein heild „Að vinna með 16 mörkum á útivelli, það er eitthvað sem maður lendir ekki oft í svo ég er hrikalega ánægður með hvernig liðið spilaði,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í leikslok. „Við vorum mjög vel einbeittir, eins og við höfum verið í flest öllum leikjum. Leiddum alveg frá upphafi og unnum sanngjarnt.“ Patrekur vildi þó lítið taka undir það að Stjarnan hafi átt frekar afleitan leik í kvöld. „Ég er ánægður með hvernig við fórum eftir skipulagi. Vorum að einbeita okkur að því sem við lögðum upp með og ég get bara sagt um mitt lið og hvernig það var.“ „Er virkilega ánægður, Sölvi var að verja virkilega vel og við keyrðum grimmt á þá, mættum þeim framarlega sama hverjir voru inni á vellinum. Liðið spilaði sem ein heild.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍR-ingar bíða í úrslitakeppninni. „Nú þarf bara að kíkja á það, þeir eru með hörku gott lið.“ „Við erum að ná 34 stigum, sama stigafjölda í fyrra, og erum því að jafna hæsta stigafjölda Selfoss frá upphafi. Ég er gríðarlega ánægður með það og svo á mánudag, þriðjudag þá kíki ég á ÍR.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti