Sætasali Icelandair vill farþega á fætur Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. apríl 2019 14:45 Framtíð farþegaflugs? Skjáskot Ítalski flugsætaframleiðandinn Aviointeriors, sem meðal annars selur Icelandair flugsæti, hefur ekki gefið upp vonina um að einn daginn verði hægt að standa í háloftunum. Á vörusýningunni Aircraft Interiors Expo 2019 sem fram fór í Hamborg í Þýskalandi á dögunum kynnti fyrirtækið nýjustu útgáfu sína af Skyrider, sem segja má að sé eins konar stæði. Aviointeriors hefur áður gert tvær útgáfur af stæðinu, en sökum ýmissa hönnunargalla hafa þau ekki hentað til fjöldaframleiðslu. Fyrirtækið telur gallana hins vegar vera úr vegi og að þau henti nú til farþegaflugs. Fyrirtækið segir að áhuginn sé töluverður, enda taki stæðin umtalsvert minna pláss í farþegarýminu en hefðbundin sæti, eða aðeins 58 sentímetra. Eðli máls samkvæmt sé því hægt að koma fyrir fleiri stæðum en sætum og ætti það, vonandi, að geta orðið til þess að lækka miðaverð.Ekki fullkomin Talsmenn Aviointeriors segja það þó ekki vera markmið flugfélagsins að fylla flugvélar með stæðunum þannig að fljúga megi fleiri hundruð, ef ekki þúsund, manns í einu. Stæðin bjóði hins vegar upp á aukna fjölbreytni og gætu þannig komið til viðbótar hefðbundnum lúxus- og almennum farrýmum. Talsmaðurinn viðurkennir að sama skapi að stæðin henti ekki fólki af öllum stærðum, auk þess sem séu óhentug á lengri leiðum. Gagnrýnandi sem prófaði Skyrider á sýningunni í Hamborg sagði að þetta væri ekki ósvipað reiðhjólahnakki. Fyrst um sinn hafi upplifunin verið bærileg en ekki hafi liðið nema örfáar mínútur áður en hann gat ekki hugsað sér að standa lengur. Meðal viðskiptavina Aviointeriors eru fyrrnefnt Icelandair, Asiana Airlines, Air India Express, Cathay Pacific og Rossiya Airlines, ef marka má heimasíðu fyrirtækisins.Travel standing like bus or Metro in an airplane? #Aviointeriors infamous '#standing #seats' might make it possible! https://t.co/VykmIPk9oD pic.twitter.com/LCGnD6DUtd— Financial Express (@FinancialXpress) April 4, 2019 Fréttir af flugi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ítalski flugsætaframleiðandinn Aviointeriors, sem meðal annars selur Icelandair flugsæti, hefur ekki gefið upp vonina um að einn daginn verði hægt að standa í háloftunum. Á vörusýningunni Aircraft Interiors Expo 2019 sem fram fór í Hamborg í Þýskalandi á dögunum kynnti fyrirtækið nýjustu útgáfu sína af Skyrider, sem segja má að sé eins konar stæði. Aviointeriors hefur áður gert tvær útgáfur af stæðinu, en sökum ýmissa hönnunargalla hafa þau ekki hentað til fjöldaframleiðslu. Fyrirtækið telur gallana hins vegar vera úr vegi og að þau henti nú til farþegaflugs. Fyrirtækið segir að áhuginn sé töluverður, enda taki stæðin umtalsvert minna pláss í farþegarýminu en hefðbundin sæti, eða aðeins 58 sentímetra. Eðli máls samkvæmt sé því hægt að koma fyrir fleiri stæðum en sætum og ætti það, vonandi, að geta orðið til þess að lækka miðaverð.Ekki fullkomin Talsmenn Aviointeriors segja það þó ekki vera markmið flugfélagsins að fylla flugvélar með stæðunum þannig að fljúga megi fleiri hundruð, ef ekki þúsund, manns í einu. Stæðin bjóði hins vegar upp á aukna fjölbreytni og gætu þannig komið til viðbótar hefðbundnum lúxus- og almennum farrýmum. Talsmaðurinn viðurkennir að sama skapi að stæðin henti ekki fólki af öllum stærðum, auk þess sem séu óhentug á lengri leiðum. Gagnrýnandi sem prófaði Skyrider á sýningunni í Hamborg sagði að þetta væri ekki ósvipað reiðhjólahnakki. Fyrst um sinn hafi upplifunin verið bærileg en ekki hafi liðið nema örfáar mínútur áður en hann gat ekki hugsað sér að standa lengur. Meðal viðskiptavina Aviointeriors eru fyrrnefnt Icelandair, Asiana Airlines, Air India Express, Cathay Pacific og Rossiya Airlines, ef marka má heimasíðu fyrirtækisins.Travel standing like bus or Metro in an airplane? #Aviointeriors infamous '#standing #seats' might make it possible! https://t.co/VykmIPk9oD pic.twitter.com/LCGnD6DUtd— Financial Express (@FinancialXpress) April 4, 2019
Fréttir af flugi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf