Kim í forystu á fyrsta risamóti ársins 6. apríl 2019 08:09 Kim spilaði vel í gær. Vísir/Getty In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu leiðir með þremur höggum eftir fyrstu tvo dagana á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins sem fer fram í Kaliforníu. Hún er á samtals átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Kim spilaði frábærlega í gær og kom í hús á 65 höggum. Hún fékk alls átta fugla og einn skolla en Kim púttaði einstaklega vel og þurfti aðeins 25 pútt á holunum átján. Hún á sjö sigra að baki á LPGA-mótaröðinni, þar af sigur á Opna breska árið 2017. Hún var hársbreidd frá því að vinna ANA-mótið árið 2012 en missti þá stutt pútt í bráðabana fyrir sigrinum. „Maður getur ekki reiknað með því að allt fari niður,“ sagði hún um púttin sín í dag. „En ég sá línurnar vel og náði að stjórna hraðanum vel.“.@SWEET_IKKIM took advantage of the conditions Friday morning, setting the lead at 8-under before the afternoon wave battled strong winds. We're set up for an exciting #MovingDay at the @ANAinspiration! HIGHLIGHTSpic.twitter.com/pWvk2JZ0PV — LPGA (@LPGA) April 6, 2019 Í öðru sæti er Ástralinn Katherine Kirk sem lék einnig vel í gær. Hún spilaði á 68 höggum og er þremur á eftir Kim á samtals fimm undir pari. Hin bandaríska Lexi Thompson er í 5.-10. sæti á þremur höggum udnir pari, rétt eins og Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans í golfi. Efsti Norðurlandabúinn er Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem er ásamt nokkrum öðrum í nítjánda sæti á pari. Hins vegar er landa hennar, Pernilla Lindberg, úr leik þar sem hún missti af niðurskurðinum. Lindberg er ríkjandi meistari á ANA en náði sér ekki á strik í gær. Hún lék á 78 höggum og endaði á sjö höggum yfir pari, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport 4 í dag. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
In-Kyung Kim frá Suður-Kóreu leiðir með þremur höggum eftir fyrstu tvo dagana á ANA Inspiration, fyrsta risamóti ársins sem fer fram í Kaliforníu. Hún er á samtals átta höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina. Kim spilaði frábærlega í gær og kom í hús á 65 höggum. Hún fékk alls átta fugla og einn skolla en Kim púttaði einstaklega vel og þurfti aðeins 25 pútt á holunum átján. Hún á sjö sigra að baki á LPGA-mótaröðinni, þar af sigur á Opna breska árið 2017. Hún var hársbreidd frá því að vinna ANA-mótið árið 2012 en missti þá stutt pútt í bráðabana fyrir sigrinum. „Maður getur ekki reiknað með því að allt fari niður,“ sagði hún um púttin sín í dag. „En ég sá línurnar vel og náði að stjórna hraðanum vel.“.@SWEET_IKKIM took advantage of the conditions Friday morning, setting the lead at 8-under before the afternoon wave battled strong winds. We're set up for an exciting #MovingDay at the @ANAinspiration! HIGHLIGHTSpic.twitter.com/pWvk2JZ0PV — LPGA (@LPGA) April 6, 2019 Í öðru sæti er Ástralinn Katherine Kirk sem lék einnig vel í gær. Hún spilaði á 68 höggum og er þremur á eftir Kim á samtals fimm undir pari. Hin bandaríska Lexi Thompson er í 5.-10. sæti á þremur höggum udnir pari, rétt eins og Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans í golfi. Efsti Norðurlandabúinn er Anna Nordqvist frá Svíþjóð sem er ásamt nokkrum öðrum í nítjánda sæti á pari. Hins vegar er landa hennar, Pernilla Lindberg, úr leik þar sem hún missti af niðurskurðinum. Lindberg er ríkjandi meistari á ANA en náði sér ekki á strik í gær. Hún lék á 78 höggum og endaði á sjö höggum yfir pari, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport 4 í dag.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira