Jón Arnór: Erum besta varnarlið landsins og verðum meistarar á því Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:00 Jón Arnór var léttur eftir sigurinn í gærkvöld s2 sport KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15