Deildarkeppni Olís deildar karla í handbolta lauk um helgina og eins og í fyrra þá voru Selfyssingar jafngrátlega nálægt því að vinna sinn fyrsta deildarmeistaratitil.
Ekkert félag hefur fengið fleiri stig eða unnið fleiri leik en Selfoss í deildarkeppninni undanfarin tvö ár. Hvorugt tímabilið tókst Selfossliðinu hins vegar að vinna deildarmeistaratitilinn.
Selfoss fékk jafnmörg stig og ÍBV í fyrra en datt niður í annað sætið á innbyrðisviðureignum.
Í ár fékk Selfossliðið jafnmörg stig og Haukar en Haukarnir unnu báða leiki liðanna og fengu þess vegna deildarmeistaratitilinn.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir flesta sigurleiki í síðustu tveimur deildarkeppnum karlanna.
Flestir sigurleikir á tímabilum í Olís deildinni síðan að Patrekur Jóhannesson tók við Selfossliðinu:
2017-18
17 - Selfoss (2. sæti)
16 - ÍBV (1. sæti)
16 - FH (3. sæti)
15 - Valur (4. sæti)
14 - Haukar (5. sæti)
11 - Afturelding (6. sæti)
2018-19
16 - Selfoss (2. sæti)
15 - Haukar (1. sæti)
15 - Valur (3. sæti)
11 - FH (4. sæti)
10 - ÍBV (5. sæti)
9 - Afturelding (6. sæti)
Flestir sigurleikir samtals 2017/18-2018/19
33 - Selfoss
30 - Valur
29 - Haukar
27 - FH
26 - ÍBV
20 - Afturelding
