Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og Heklu Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 16:02 Gauti bílinn til einkaafnota gegn því að auglýsa hann á samfélagsmiðlum. Vísir/Eyþór Neytendastofa hefur áminnt bílaumboðið Heklu og tónlistarmanninn Emmsjé Gauta vegna færslna sem tónlistarmaðurinn hefur birt á samfélagsmiðlum um Audi Q5-jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum. Hekla sagði í svari sínu til neytendastofu að Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, hafi ekki fengið peningagreiðslu fyrir heldur var gerður rekstrarleigusamningur við Gauta um afnot af bíl til einkanota. Þá var gerður samstarfssamningur milli aðilanna sem felur í sér myndbirtingar hans af bílnum með tilteknum myllumerkjum auk þess sem Gauta ber að koma fram á viðburðum tengdum Heklu. Neytendastofa segir að ekki hafi fengist nánari skýringar á fjölda viðburða eða frekari skýringar hvað í því felst. Neytendastofa lítur svo á að um endurgjald sé að ræða, verðmætin felist þannig í afnotum af bíl gegn því að koma vöru Heklu á framfæri við fylgjendur á samfélagsmiðli. Hekla tók fram í svari sínu að notast hafi verið við myllumerkið audi_island í góðri trú um að með því væri verið að auðgreina samstarf og fylgja leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar.Neytendastofa óskaði eftir svörum frá Gauta en ekkert svar barst. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. View this post on InstagramMassíft á @audi_island #audiq5 A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Sep 11, 2018 at 11:57am PDT Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Neytendastofa hefur áminnt bílaumboðið Heklu og tónlistarmanninn Emmsjé Gauta vegna færslna sem tónlistarmaðurinn hefur birt á samfélagsmiðlum um Audi Q5-jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum. Hekla sagði í svari sínu til neytendastofu að Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, hafi ekki fengið peningagreiðslu fyrir heldur var gerður rekstrarleigusamningur við Gauta um afnot af bíl til einkanota. Þá var gerður samstarfssamningur milli aðilanna sem felur í sér myndbirtingar hans af bílnum með tilteknum myllumerkjum auk þess sem Gauta ber að koma fram á viðburðum tengdum Heklu. Neytendastofa segir að ekki hafi fengist nánari skýringar á fjölda viðburða eða frekari skýringar hvað í því felst. Neytendastofa lítur svo á að um endurgjald sé að ræða, verðmætin felist þannig í afnotum af bíl gegn því að koma vöru Heklu á framfæri við fylgjendur á samfélagsmiðli. Hekla tók fram í svari sínu að notast hafi verið við myllumerkið audi_island í góðri trú um að með því væri verið að auðgreina samstarf og fylgja leiðbeiningum Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar.Neytendastofa óskaði eftir svörum frá Gauta en ekkert svar barst. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. View this post on InstagramMassíft á @audi_island #audiq5 A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on Sep 11, 2018 at 11:57am PDT
Neytendur Samfélagsmiðlar Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira