Segir Neytendastofu reyna að nota hann til að hræða aðra áhrifavalda Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2019 18:27 Gauti Þeyr Másson, eða Emmsjé Gauti. Fréttablaðið/Anton Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu. Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Emmsjé Gauti, sem heitir Gauti Þeyr Másson, segist ekki reyna að neita því að hann sé á samningi hjá Heklu. Hann segist telja lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum vera götótt, enda sé um nýtt fyrirbæri að ræða, og gerir út á „rannsóknarvinnu“ Neytendastofu. Þá segir Gauti að verið sé að taka hann fyrir sérstaklega til að hræða áhrifavalda. Gauti birti á Facebooksíðu sinni svar við þeirri ákvörðun Neytendastofu að áminna bílaumboðið Heklu og hann sjálfan vegna færslna á samfélagsmiðlum um Audi Q5 jeppa. Neytendastofa segir að ekki hafi komið fram með skýrum hætti að um auglýsingu sé að ræða og brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fari Hekla og Gauti ekki eftir banninu má búast við sektum.Sjá einnig: Neytendastofa leggur blátt bann við duldum Audi-auglýsingum Emmsjé Gauta og HekluGauti segist hafa átt gott spjall við starfsmann Neytendastofu eftir að hann fékk bréf frá þeim og þá hafi hann komist að því að lögin varðandi auglýsingar á samfélagsmiðlum væru götótt. Hann segir einnig að fram hafi komið í símtalinu að hann „væri meira en til í að vera með neytendastofu í liði en væri þó til í að sjá hvar mörkin liggja varðandi duldar auglýsingar“. Þá segir hann að það komi augljóslega fram í færslum hans að um auglýsingu sé að ræða og hæðist að Neytendastofu fyrir „rannsóknarvinnu“ þeirra. „Það er mjög augljóst að þið eruð að taka mig fyrir til þess að sýna fordæmi og hræða „áhrifavalda“ en ég er með mína hluti á lási svo þið megið endilega pestara eitthvað annað lið,“ skrifar Gauti. Gauti segist hafa fengið bréf frá Neytendastofu þann þriðja apríl og þar hafi komið fram að hann hafi fjórar vikur til að svara. Hann ætli að nýta sér þann tíma Í ákvörðun Neytendastofu segir meðal annars að samkvæmt samningi Gauta og Heklu eigi allar færslur tengdar samstarfi þeirra að vera merktar #Audi_island og taldi Hekla að þannig væri verið að fylgja fyrirmælum Neytendastofu vegna auglýsinga. Neytendastofa telur það ekki nóg, heldur þurfi að koma skýrt fram að um auglýsingu sé að ræða. Dugir ekki að notast við myllumerki vöru, þjónustu eða fyrirtækis eða hlekk á umrædda vöru eða fyrirtæki til að auðkenna auglýsingu.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46 Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59 Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Borgin borgar áhrifavöldum hálfa milljón fyrir að tala um Hverfið mitt Áhrifavaldar á mála hjá borginni við að koma "hverfinu mínu“ á kortið. 27. mars 2019 13:46
Neytendur sagðir vantreysta áhrifavöldum Þrátt fyrir að rúmur helmingur ungra neytenda láti auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa áhrif á kauphegðun sína segist mikill meirihluti aðspurðra vantreysta svokölluðum áhrifavöldum. 28. desember 2018 10:59
Fjörutíu ábendingar um duldar auglýsingar á einni viku Tugir tilkynninga hafa borist Neytendastofu síðustu vikur um duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggsíðum. Sviðsstjóri á neytendaréttarsviði segir neytendur meðvitaðri en áður og að áhrifavaldar sem hafi fengið sendar athugasemdir frá Neytendastofu taki þeim alvarlega. 7. nóvember 2018 11:36
Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00