Innlent

Loftgæði á Akureyri verri en í Reykjavík

Sveinn Arnarsson skrifar
Loftgæðin hafa verið slæm að undanförnu.
Loftgæðin hafa verið slæm að undanförnu. Fréttablaðið/Auðunn
Loftgæði á Akureyri hafa í þrígang í aprílmánuði verið slæm vegna svifryks. Margvíslegar aðgerðir eru viðhafðar til að minnka magn svifryks í lofti með dræmum árangri.

Vor er nú í lofti í bænum og snjó að taka upp í bæjarlandinu. Sandur er notaður á veturna sem hálkuvörn og því kemur mikið magn sands undan snjónum þegar leysir.

„Við höfum verið að vinna í því með ýmsum leiðum að minnka styrk svifryks í bænum, til að mynda með því að sprauta sjó á göturnar til að binda rykið og einnig hafa götur verið sópaðar,“ segir Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar. Í vetur höfum við einnig verið að nota möl á göturnar sem er þrifin og á því að vera minna ryk af því efni en því sem verið hefur notað síðustu árin hér á Akureyri.“

Svifryksmælir Umhverfisstofnunar við Strandgötu á Akureyri hefur því á síðustu átta dögum sýnt tvöfalt hærri gildi svifryks en mælir sömu stofnunar sem er á Grensásvegi í Reykjavík þar sem bæði mengun og umferð á að vera mun meiri en á Akureyri.




Tengdar fréttir

Búast má við miklu svifryki næstu daga

Sólarhringsstyrkur svifryks er nokkuð hár í dag. Klukkan 11 var sólarhringsmeðaltal svifryks við aðra loftgæðafarstöð Reykjavikur 53 míkrógrömm á rúmmetra. Verndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×