Óhætt að fara á sumardekkin Ari Brynjólfsson skrifar 9. apríl 2019 08:15 Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. fréttablaðið/anton brink Bifreiðaeigendum sem eiga ekki erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Nagladekk eru óheimil frá og með mánudeginum 15. apríl. Vakthafandi sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir enga snjókomu í kortunum svo lengi sem spárnar séu marktækar, eða tíu daga fram í tímann. Enn sé of snemmt að spá um veðrið yfir páskana. Það sé þá helst þeir sem eigi leið yfir fjallvegi um páskana sem hefðu afsökun fyrir því að skipta ekki út nöglunum. Í gær var svokallaður grár dagur í höfuðborginni þar sem svifryk fer yfir heilsu verndar mörk í kringum stórar um ferðar æðar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Gildin á Grensásvegi voru á bilinu 51-61 míkrógrömm á rúmmetra eftir hádegi í gær. Svifryksmengun á Akureyri var töluvert meiri, mældist styrkurinn 134 míkrógrömm yfir hádegið í gær, nóttina á undan var styrkurinn 123 míkrógrömm. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. „Það hefur verið sýnt fram á það að naglarnir, þrátt fyrir að vera orðnir miklu betri en þeir voru, tæta upp malbikið. Naglarnir eru eins og tætimaskína. Þó það geti verið grófar agnir þá myljast þær niður af öðrum dekkjum,“ segir Kristín Lóa. Hvetur hún alla á nöglum til að skipta yfir á sumardekk, eða fara yfir á heilsársdekk. „Naglar eiga kannski ekki heima innan borgarmarkanna.“ Strætó bauð fólki í gær frían dagspassa í Strætóappinu. Ekki liggur fyrir hversu margir nýttu sér þetta en meira en 1.400 notendur sóttu sér appið í gær. „Það kom stökk í niðurhali eftir að við sendum út tilkynningu um hádegið á sunnudaginn, svo kom annað stórt stökk um sjöleytið um morguninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Samkvæmt stjórnstöð Strætó var marktækur munur á umferð síðdegis í gær, lítið var um seinkanir, þar á meðal á leið 14 sem lendir iðulega í töfum síðdegis. Samkvæmt talningu Heilbrigðiseftirlitsins frá því í mars voru 46 prósent ökutækja á negldum dekkjum, sama hlutfall og í janúar. Það er talsvert meira en oft áður, en árið 2015 var hlutfallið 34 prósent. Svo virðist sem borgarbúar trúi því að snjókoman fyrir viku sé það síðasta sem þeir sjái af vetrinum. „Það er búið að vera vitlaust að gera hjá okkur frá því á föstudaginn. Þá myndaðist löng röð. Það var líka mikið að gera á laugardaginn,“ segir Aron Elfar Jónsson, rekstrarstjóri Sólningar á Smiðjuvegi. Aron telur að verkstæðið hafi náð að afgreiða um hundrað bíla fyrri hluta dagsins í gær. Aðspurður hvernig ökumenn eigi að bera sig að segir Aron að best sé að mæta einfaldlega í röðina, best sé að þeir sem þurfi að panta dekk geri það þegar þeir mæti svo dekkin séu tilbúin þegar röðin kemur að þeim. Nóg var að gera þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Aðspurður hvað ökumenn ættu von á að þurfa að bíða lengi segir Aron það yfirleitt ekki meira en hálftíma. „Við vinnum ansi hratt.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Bifreiðaeigendum sem eiga ekki erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Nagladekk eru óheimil frá og með mánudeginum 15. apríl. Vakthafandi sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir enga snjókomu í kortunum svo lengi sem spárnar séu marktækar, eða tíu daga fram í tímann. Enn sé of snemmt að spá um veðrið yfir páskana. Það sé þá helst þeir sem eigi leið yfir fjallvegi um páskana sem hefðu afsökun fyrir því að skipta ekki út nöglunum. Í gær var svokallaður grár dagur í höfuðborginni þar sem svifryk fer yfir heilsu verndar mörk í kringum stórar um ferðar æðar. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Gildin á Grensásvegi voru á bilinu 51-61 míkrógrömm á rúmmetra eftir hádegi í gær. Svifryksmengun á Akureyri var töluvert meiri, mældist styrkurinn 134 míkrógrömm yfir hádegið í gær, nóttina á undan var styrkurinn 123 míkrógrömm. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir skýr tengsl á milli svifryks og nagladekkja. „Það hefur verið sýnt fram á það að naglarnir, þrátt fyrir að vera orðnir miklu betri en þeir voru, tæta upp malbikið. Naglarnir eru eins og tætimaskína. Þó það geti verið grófar agnir þá myljast þær niður af öðrum dekkjum,“ segir Kristín Lóa. Hvetur hún alla á nöglum til að skipta yfir á sumardekk, eða fara yfir á heilsársdekk. „Naglar eiga kannski ekki heima innan borgarmarkanna.“ Strætó bauð fólki í gær frían dagspassa í Strætóappinu. Ekki liggur fyrir hversu margir nýttu sér þetta en meira en 1.400 notendur sóttu sér appið í gær. „Það kom stökk í niðurhali eftir að við sendum út tilkynningu um hádegið á sunnudaginn, svo kom annað stórt stökk um sjöleytið um morguninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Samkvæmt stjórnstöð Strætó var marktækur munur á umferð síðdegis í gær, lítið var um seinkanir, þar á meðal á leið 14 sem lendir iðulega í töfum síðdegis. Samkvæmt talningu Heilbrigðiseftirlitsins frá því í mars voru 46 prósent ökutækja á negldum dekkjum, sama hlutfall og í janúar. Það er talsvert meira en oft áður, en árið 2015 var hlutfallið 34 prósent. Svo virðist sem borgarbúar trúi því að snjókoman fyrir viku sé það síðasta sem þeir sjái af vetrinum. „Það er búið að vera vitlaust að gera hjá okkur frá því á föstudaginn. Þá myndaðist löng röð. Það var líka mikið að gera á laugardaginn,“ segir Aron Elfar Jónsson, rekstrarstjóri Sólningar á Smiðjuvegi. Aron telur að verkstæðið hafi náð að afgreiða um hundrað bíla fyrri hluta dagsins í gær. Aðspurður hvernig ökumenn eigi að bera sig að segir Aron að best sé að mæta einfaldlega í röðina, best sé að þeir sem þurfi að panta dekk geri það þegar þeir mæti svo dekkin séu tilbúin þegar röðin kemur að þeim. Nóg var að gera þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Aðspurður hvað ökumenn ættu von á að þurfa að bíða lengi segir Aron það yfirleitt ekki meira en hálftíma. „Við vinnum ansi hratt.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira