Hælisleitendur fluttir beint af geðdeild og úr landi: „Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. apríl 2019 19:00 Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug. Hælisleitendur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Dæmi eru um að andlega veikir hælisleitendur, sem hafa fengið neitun um dvalarleyfi, séu sóttir á geðdeild og fluttir úr landi. Til stóð að ríkislögreglustjóri myndi sækja tuttugu og þriggja ára hælisleitanda frá Afganistan úr nauðungarvistun á geðdeild í nótt. Lögmaður mannsins segir rangt, ómannúðlegt og ólöglegt að stjórnvöld framkvæmi brottvísun á nauðungarvistuðu fólki sem sé hættulegt sjálfu sér. Útlendingastofnun tók ákvörðun á dögunum að taka mál afganska mannsins ekki til efnismeðferðar heldur senda hann til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta var staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 1. apríl síðastliðinn. Samdægurs reyndi maðurinn, sem glímir við andleg veikindi, að kveikja í sér í herbergi sínu í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar og var þá nauðungarvistaður á geðdeild.Úrskurður um nauðungarvistun nýrri en úrskurður um brottvísun Í gær tilkynnti stoðdeild ríkislögreglustjóra manningum að hann yrði sóttur á geðdeildina klukkan fjögur í nótt og hann fluttur úr landi. „Er það með ólíkindum að það hafi staðið til af hálfu íslenskra yfirvalda að framkvæma brottvísun þegar þessi ungi maður er nauðungarvistaður á lokaðri geðdeild. Það er rangt, ómannúðlegt og að mínum dómi ólöglegt,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður mannsins og bætir við að úrskurðurinn um nauðungarvistun nýrri en úrskurðurinn um brottvísun.Grikkland ekki öruggt ríki Magnús segir að eftir kröftug mótmæli í gær hafi loks verið fallist á að fresta brottvísuninni, ekki vegna þess að maðurinn væri á geðdeild, heldur þar sem fyrir lægi krafa um frestun réttaráhrifa sem ekki hafi verið tekin afstaða til. „Ef að einstaklingi er ekki treystandi til að labba frjáls um götur Reykjavíkurborgar þar sem hann getur verið ógn við sjálfan sig, þá spyr maður sig er sú staða ekki uppi á Grikklandi? Er hann öruggur á götum þar daginn eftir?,“ segir Magnús Davíð.María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.fbl/valgarðurÓháð því að hælisleitandinn sé mjög andlega veikur þá er Magnús gagnrýninn á að íslensk stjórnvöld skilgreini Grikkland sem öruggt ríki. „Þegar það liggja fyrir fjölda margar skýrslur alþjóðlegra stofnana að ástandið í Grikklandi sé afskaplega slæmt, vægt til orða tekið,“ segir Magnús Davíð.Fleiri fluttir beint af geðdeild úr landi Á sama tíma og viðtalið við Magnús var tekið, nú fyrir hádegi í dag, var hælisleitandinn útskrifaður af geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er sjaldgjæft að menn séu sóttir á geðdeild en það komi þó fyrir. Brottflutningur á mönnum sem séu nauðungarvistaðir fari einungis fram í samráði við heilbrigðisyfirvöld og reynt sé eftir fremsta megni að koma upplýsingum um heilbrigðisástand til þar til bærra yfirvalda, sé þess óskað af heilbrigðisyfirvöldum. Í samtali við fréttastofu segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, að fólk sé ekki útskrifað nema það sé metið hæft til útskriftar. Það gerist þó því miður að fólk sé útskrifað í mjög bágar félagslegar aðstæður. Aðspurð um hvort eðlilegt sé að fólk sé útskrifað úr bráðainnlögn um miðja nótt segir hún það geta verið þannig ef fólk er á leið í flug.
Hælisleitendur Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira