Liverpool er með tveggja marka forystu gegn Porto og Tottenham er einu marki yfir gegn Man. City eftir fyrri leiki liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Naby Keita og Roberto Firmino skoruðu mörk Liverpool í kvöld en þeir skoruðu bæði mörkin í fyrri hálfleik.
Síðari hálfleikurinn var rólegri og Liverpool er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
