Handbolti

Ómar Ingi með stórleik | Öruggt hjá Kiel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi kom með beinum hætti að 14 mörkum gegn Århus.
Ómar Ingi kom með beinum hætti að 14 mörkum gegn Århus. vísir/getty
Ómar Ingi Magnússon átti stórleik þegar Aalborg vann Århus, 26-38, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Þetta var fjórði sigur Aalborg í röð en liðið er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.

Ómar Ingi skoraði níu mörk úr aðeins tíu skotum gegn sínu gamla liði. Hann gaf einnig fimm stoðsendingar. Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum.

Kiel vann öruggan sigur á Azoty-Pulawy, 26-35, í lokaleik sínum í D-riðli EHF-bikarsins. Strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar unnu alla sex leiki sína í riðlinum.

Hendrik Pekeler skoraði sjö mörk fyrir Kiel og Harald Reinkind sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×