Tiger Woods er úr leik á heimsmeistaramótinu í holukeppni sem fer fram í Austin í Texas.
Tiger tapaði fyrir Lucas Bjerregaard í 8-manna úrslitum í kvöld. Sá danski vann Henrik Stenson í 16-manna úrslitunum fyrr í dag og fylgdi því svo eftir því að vinna Tiger í kvöld.
Bjerregaard mætir Matt Kuchar í undanúrslitum á morgun. Kuchar sigraði Sergio García í 8-manna úrslitum. Kuchar vann mótið 2013.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Francesco Molinari og Kevin Kisner.
Molinari bar sigurorð af Kevin Na í 8-manna úrslitunum á meðan Kisner vann Louis Oosthuizen. Kisner komst í úrslit mótsins í fyrra en tapaði þar fyrir Bubba Watson.
Sýnt verður frá lokadegi mótsins á Golfstöðinni á morgun. Útsending hefst klukkan 14:00.
Tiger úr leik á HM
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti


Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn