Sjö ár liðin síðan að Messi varð markahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 15:30 Lionel Messi fagnar marki. Vísir/Getty Lionel Messi hefur ekki aðeins bætt markamet Barcelona því hann hefur miklu meira en tvöfaldað metið. César skoraði 232 mörk fyrir Barcelona á árunum 1942 til 1955. Hann átti markamet félagsins í sextíu ár eða þar til 20. mars 2012. Það var nefnilega á þessum degi fyrir nákvæmlega sjö árum síðan sem Lionel Messi bætti met César og skoraði sitt 233. mark fyrir Barcelona.#OnThisDay in 2012, Lionel Messi became Barcelona's all-time leading scorer with 232 goals. Obviously with a hat-trick pic.twitter.com/m5iqOjoyuW — Match of the Day (@BBCMOTD) March 20, 2019Sá sem hafði komist næst meti César var László Kubala sem náði að skora 194 mörk fyrir Barcelona á síonum ferli. Á þessum sjö árum hefur Lionel Messi bætt félagsmetið með hverju marki og hann hefur fyrir löngu tvöfaldað markaskor César. Messi er nú kominn með 591 mark og vantar aðeins níu mörk í að komast í sex hundruð mörk fyrir Barcelona. Hann er þegar kominn með 359 fleiri mörk en César skoraði á sínum tíma og það er allt eins líklegt að hann endi með 500 fleiri mörk en hann. Hann gæti mögulega endað á því að þrefalda gamla markametið. Lionel Messi skoraði magnaða þrennu í síðasta leik sínum í spænsku deildinni og deildarmörkin hans eru orðin 412. César skoraði 190 deildarmörk á sínum tíma og er enn í öðru sætinu þar. Messi skoraði 45 mörk allt tímabilið í fyrra en er kominn með 39 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum í ár. Hann er því ekkert að gefa eftir í markaskorun og er líklegur til að komast yfir 50 mörk á tímabili í sjötta sinn á ferlinum. Þetta er fimmtánda tímabil Messi með aðalliði Börsunga en hann verður 32 ára gamall í sumar. Það styttist líka óðum í það að Messi verði spænskur meistari í tíunda sinn með Barcelona því liðið er með tíu stiga forystu á toppnum eftir sigurinn á Real Betis um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira
Lionel Messi hefur ekki aðeins bætt markamet Barcelona því hann hefur miklu meira en tvöfaldað metið. César skoraði 232 mörk fyrir Barcelona á árunum 1942 til 1955. Hann átti markamet félagsins í sextíu ár eða þar til 20. mars 2012. Það var nefnilega á þessum degi fyrir nákvæmlega sjö árum síðan sem Lionel Messi bætti met César og skoraði sitt 233. mark fyrir Barcelona.#OnThisDay in 2012, Lionel Messi became Barcelona's all-time leading scorer with 232 goals. Obviously with a hat-trick pic.twitter.com/m5iqOjoyuW — Match of the Day (@BBCMOTD) March 20, 2019Sá sem hafði komist næst meti César var László Kubala sem náði að skora 194 mörk fyrir Barcelona á síonum ferli. Á þessum sjö árum hefur Lionel Messi bætt félagsmetið með hverju marki og hann hefur fyrir löngu tvöfaldað markaskor César. Messi er nú kominn með 591 mark og vantar aðeins níu mörk í að komast í sex hundruð mörk fyrir Barcelona. Hann er þegar kominn með 359 fleiri mörk en César skoraði á sínum tíma og það er allt eins líklegt að hann endi með 500 fleiri mörk en hann. Hann gæti mögulega endað á því að þrefalda gamla markametið. Lionel Messi skoraði magnaða þrennu í síðasta leik sínum í spænsku deildinni og deildarmörkin hans eru orðin 412. César skoraði 190 deildarmörk á sínum tíma og er enn í öðru sætinu þar. Messi skoraði 45 mörk allt tímabilið í fyrra en er kominn með 39 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum í ár. Hann er því ekkert að gefa eftir í markaskorun og er líklegur til að komast yfir 50 mörk á tímabili í sjötta sinn á ferlinum. Þetta er fimmtánda tímabil Messi með aðalliði Börsunga en hann verður 32 ára gamall í sumar. Það styttist líka óðum í það að Messi verði spænskur meistari í tíunda sinn með Barcelona því liðið er með tíu stiga forystu á toppnum eftir sigurinn á Real Betis um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Sjá meira