Grindvíkingar og kjörnir fulltrúar glaðir en óhamingja mest hjá Eyjamönnum og verkafólki Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 14:53 Grindavíkingar bera af í hamingjukönnun Landlæknis. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar eru hamingjusamastir allra íbúa Íslands ef marka má könnun embættis Landlæknis á hamingju eftir sveitarfélögum. Þegar litið er til hamingju út frá starfsstéttum kemur í ljós að kjörnir fulltrúar, það er stjórnmálastéttin, og svo atvinnurekendur eru hamingjusamastir allra. Hins vegar er verkafólk og starfsfólk í þjónustu og afgreiðslustörfum óhamingjusamasta fólkið. Niðurstöðurnar voru kynntar á málþingi á málþingi um hamingju, heilsu og vellíðan – samfélagsleg ábyrgð í Háskóla Íslands. Um var að ræða netkönnun á vegum Gallup fyrir Landlæknisembættið. Úrtakið náði yfir einstaklinga frá öllu landinu, átján ára og eldri en þeir voru valdir handahófskennt úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrár. Hamingja Íslendinga hefur verið mæld frá árinu 2003 en hún var einmitt hæst árið 2003 en hefur minnkað heldur frá þeim tíma. Árið 2011 fór hún lægst en hefur verið nokkuð jöfn heilt yfir þjóðina á síðastliðnum árum. Flestir svarenda töldu sig hamingjusama, eða 58 prósent, en 38 prósent telja sig óhamingjusama. Hamingju eftir sveitarfélögum má sjá hér en þar skorar Grindavík, Hveragerði, Akranes og Fjarðabyggð hátt en Vestmannaeyjar, Borgarbyggð, Hornafjörður, Seltjarnarnes og Reykjavík undir meðallagi. Líkt og fyrr segir skora Grindvíkingar og Skagamenn hátt í hamingjukönnuninni.En Vestmanneyingar skera sig fremur úr þegar kemur að óhamingju. Atvinnurekendur skora hæst í hamingju, en á eftir þeim eru eftirlaunaþegar. Þeir sem eru veikir eða ótímabundið óvinnufærir skora lágt. Hér má sjá hamingjustuðulinn eftir starfsheiti en þar eru kjörnir fulltrúar langhæstir en verkafólk lægst. Hér má sjá þróun á hamingju unglinga Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Grindvíkingar eru hamingjusamastir allra íbúa Íslands ef marka má könnun embættis Landlæknis á hamingju eftir sveitarfélögum. Þegar litið er til hamingju út frá starfsstéttum kemur í ljós að kjörnir fulltrúar, það er stjórnmálastéttin, og svo atvinnurekendur eru hamingjusamastir allra. Hins vegar er verkafólk og starfsfólk í þjónustu og afgreiðslustörfum óhamingjusamasta fólkið. Niðurstöðurnar voru kynntar á málþingi á málþingi um hamingju, heilsu og vellíðan – samfélagsleg ábyrgð í Háskóla Íslands. Um var að ræða netkönnun á vegum Gallup fyrir Landlæknisembættið. Úrtakið náði yfir einstaklinga frá öllu landinu, átján ára og eldri en þeir voru valdir handahófskennt úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrár. Hamingja Íslendinga hefur verið mæld frá árinu 2003 en hún var einmitt hæst árið 2003 en hefur minnkað heldur frá þeim tíma. Árið 2011 fór hún lægst en hefur verið nokkuð jöfn heilt yfir þjóðina á síðastliðnum árum. Flestir svarenda töldu sig hamingjusama, eða 58 prósent, en 38 prósent telja sig óhamingjusama. Hamingju eftir sveitarfélögum má sjá hér en þar skorar Grindavík, Hveragerði, Akranes og Fjarðabyggð hátt en Vestmannaeyjar, Borgarbyggð, Hornafjörður, Seltjarnarnes og Reykjavík undir meðallagi. Líkt og fyrr segir skora Grindvíkingar og Skagamenn hátt í hamingjukönnuninni.En Vestmanneyingar skera sig fremur úr þegar kemur að óhamingju. Atvinnurekendur skora hæst í hamingju, en á eftir þeim eru eftirlaunaþegar. Þeir sem eru veikir eða ótímabundið óvinnufærir skora lágt. Hér má sjá hamingjustuðulinn eftir starfsheiti en þar eru kjörnir fulltrúar langhæstir en verkafólk lægst. Hér má sjá þróun á hamingju unglinga
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira