Spennandi tækifæri Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. mars 2019 13:00 Þetta verður þriðja verkefni landsliðsins undir stjórn Jóns Þórs og Ians Jeff sem tóku við kvennalandsliðinu síðasta haust. Fréttablaðið/ernir Jón Þór Hauksson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins fyrir æfingarleiki gegn Suður-Kóreu í byrjun apríl. Þjálfarateymið gerir fimm breytingar á leikmannahópnum frá Algarve og detta kunnugleg andlit út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga samanlagt 400 landsleiki ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki með liðinu til Seoul. Inn í þeirra stað koma þær Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. „Viðræður stóðu yfir í smá tíma en við vorum spennt fyrir því að fá tækifæri til að mæta Suður-Kóreu. Þetta eru öðruvísi mótherjar en við erum vanalega að mæta og það verður gaman að prófa það,“ segir Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líkindi á milli liðs Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast fyrir og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ segir hann. Jón Þór ákvað í samráði við Dagnýju og Margréti að gefa þeim frí til að þær geti einbeitt sér að undirbúningstímabili með félagsliðum sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar meiðslum og Sara Björk fær frí til hvíldar. Það vantar því kjarnann í liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá aðra leikmenn grípa tækifærið. „Það eru frábærir leikmenn sem við erum að skilja eftir en það eru líka frábærir leikmenn í hópnum. Leiðtogar og sterkir karakterar sem ég vænti þess að stígi upp og leiði þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist vera búinn að ákveða hver verði fyrirliði en vill ekki gefa það upp fyrr en hann er búinn að tilkynna leikmanninum það. Ísland fer út nokkrum dögum fyrr til að venjast aðstæðum enda leikirnir um miðja nótt að íslenskum tíma. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti.“ Agla María gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna lokaprófs í háskólanum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Jón Þór Hauksson tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins fyrir æfingarleiki gegn Suður-Kóreu í byrjun apríl. Þjálfarateymið gerir fimm breytingar á leikmannahópnum frá Algarve og detta kunnugleg andlit út. Sara Björk Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Sif Atladóttir sem eiga samanlagt 400 landsleiki ásamt Öglu Maríu Albertsdóttur fara ekki með liðinu til Seoul. Inn í þeirra stað koma þær Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem hefst í haust. „Viðræður stóðu yfir í smá tíma en við vorum spennt fyrir því að fá tækifæri til að mæta Suður-Kóreu. Þetta eru öðruvísi mótherjar en við erum vanalega að mæta og það verður gaman að prófa það,“ segir Jón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líkindi á milli liðs Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast fyrir og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ segir hann. Jón Þór ákvað í samráði við Dagnýju og Margréti að gefa þeim frí til að þær geti einbeitt sér að undirbúningstímabili með félagsliðum sínum. Sif er að ná sér af lítils háttar meiðslum og Sara Björk fær frí til hvíldar. Það vantar því kjarnann í liðinu undanfarin ár en Jón vill sjá aðra leikmenn grípa tækifærið. „Það eru frábærir leikmenn sem við erum að skilja eftir en það eru líka frábærir leikmenn í hópnum. Leiðtogar og sterkir karakterar sem ég vænti þess að stígi upp og leiði þetta lið,“ segir Jón Þór sem segist vera búinn að ákveða hver verði fyrirliði en vill ekki gefa það upp fyrr en hann er búinn að tilkynna leikmanninum það. Ísland fer út nokkrum dögum fyrr til að venjast aðstæðum enda leikirnir um miðja nótt að íslenskum tíma. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti.“ Agla María gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni vegna lokaprófs í háskólanum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2017 í Hollandi Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira