Manchester United ætlar að greiða hluta miðaverðs stuðningsmanna á leik liðsins við Barcelona á Nývangi í Meistaradeild Evrópu.
United sagði í vikunni að stuðningsmenn þeirra þyrftu að greiða hækkað miðaverð á leik Barcelona og Manchester United þann 16. apríl næst komandi.
Vegna þess ætlar félagið að hækka miðaverðið á miðum stuðningsmanna Barcelona á fyrri leiknum á Old Trafford. Í stað þess að miðinn kosti 75 pund eins og hann hefði gert ætlar United að hækka verðið í 102 pund, sem er það sama og Barcelona rukkar fyrir miðana hjá sér.
Peningurinn sem kemur aukalega inn í kassann hjá United vegna þessa mun United nota til þess að greiða mismuninn á verðinu á miðum stuðningsmannanna sem ætla til Spánar að styðja liðið.
Barcelona sagði að verðstefnan hafi verið eins undanfarið verðið sé það sama og í síðustu leikjum í útsláttarkeppninni. Þá borgi allir sama verð, stuðningsmenn Barcelona og gestaliðanna, nema ársmiðahafar sem fá lægra verð.

