Lykilorð milljóna Facebook-notenda voru aðgengileg þúsundum starfsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 22:14 Facebook fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að einhver hafi notað lykilorðin í annarlegum tilgangi. Vísir/EPA Allt að tuttugu þúsund starfsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook höfðu aðgang að lykilorðum hundruð milljóna notenda sem voru þar að auki geymd ódulkóðuð. Facebook segist hafa lagað „galla“ sem hafði vistað lykilorðin á innra neti fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gætu aðgangorðin hafa verið aðgengileg starfsmönnum Facebook allt frá árinu 2012. Netöryggissérfræðingur hafi ljóstrað upp um öryggisbrestinn þar sem lykilorð allt að 600 milljóna notenda hafi verið aðgengileg á innra neti Facebook og þau geymd í textaformi. Scott Renfro, verkfræðingur hjá Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett af stað innri rannsókn þegar það komst að því að lykilorðin væru geymd fyrir augum þúsunda starfsmanna. Hún hafi leitt í ljós að lykilorðin virðast ekki hafa verið misnotuð. Facebook segist hafa uppgötvað gallann í janúar við hefðbundið öryggiseftirlit. Flestir þeirra sem eiga lykilorðin séu notendur Facebook Lite, einfaldari útgáfu samfélagsmiðilsins sem er meira notuð í löndum þar sem netsamband er hægt og stopult. Notendunum verður tilkynnt um öryggisbrestinn en Facebook segir að þeir verði ekki látnir skipta um lykilorð nema vísbendingar komi fram um að lykilorðin hafi verið misnotuð. Facebook Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Allt að tuttugu þúsund starfsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook höfðu aðgang að lykilorðum hundruð milljóna notenda sem voru þar að auki geymd ódulkóðuð. Facebook segist hafa lagað „galla“ sem hafði vistað lykilorðin á innra neti fyrirtækisins. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC gætu aðgangorðin hafa verið aðgengileg starfsmönnum Facebook allt frá árinu 2012. Netöryggissérfræðingur hafi ljóstrað upp um öryggisbrestinn þar sem lykilorð allt að 600 milljóna notenda hafi verið aðgengileg á innra neti Facebook og þau geymd í textaformi. Scott Renfro, verkfræðingur hjá Facebook, segir að fyrirtækið hafi sett af stað innri rannsókn þegar það komst að því að lykilorðin væru geymd fyrir augum þúsunda starfsmanna. Hún hafi leitt í ljós að lykilorðin virðast ekki hafa verið misnotuð. Facebook segist hafa uppgötvað gallann í janúar við hefðbundið öryggiseftirlit. Flestir þeirra sem eiga lykilorðin séu notendur Facebook Lite, einfaldari útgáfu samfélagsmiðilsins sem er meira notuð í löndum þar sem netsamband er hægt og stopult. Notendunum verður tilkynnt um öryggisbrestinn en Facebook segir að þeir verði ekki látnir skipta um lykilorð nema vísbendingar komi fram um að lykilorðin hafi verið misnotuð.
Facebook Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira