Telja að þungmálmar drepi mosa Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2019 06:30 Náttúrufræðistofnun telur þungmálma hafa þau áhrif að mosi skemmist eða drepist á svæðum sem liggja nálægt álverum. Fréttablaðið/GVA Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Skemmdir á mosa við álverin þrjú hér á landi eru nokkuð miklar. Á nokkrum svæðum í kringum álverin hefur mosi skemmst mikið og horfið á stórum svæðum. Telja vísindamenn Náttúrufræðistofnunar að ástæður þess megi að miklu leyti rekja til eitrunaráhrifa þungmálma. Vöktun með mælingum á efnum í mosa hófst hér á landi árið 1990 og hefur farið fram á fimm ára fresti frá þeim tíma, síðast árið 2015. Verkefnið, sem er hluti af samevrópsku rannsóknarverkefni, hefur það markmið að kortleggja uppsprettur mengandi þungmálma í andrúmslofti og fylgjast með breytingum sem verða með tíma. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits svæðisins, segir skýrsluna gallaða. „Þegar við skoðum loftgæðamælana okkar á svæðinu sjáum við að loftgæðin eru góð og segja allt aðra sögu en þessi skýrsla. Þess vegna viljum við vara við því að menn dragi of miklar ályktanir af henni,“ segir Hörður. Skýrsla um sýnatökur í mosa hér á landi kom út hjá Náttúrufræðistofnun í fyrra. Þar kemur fram að við iðnaðarsvæðið á völlunum í Hafnarfirði er nokkuð mikil mengun en þar hefur mælst hár styrkur króms, kopars, járns, blýs og sinks sem má rekja til iðnaðar á svæðinu en einnig berast á svæðið þungmálmar frá álverinu í Straumsvík, svo sem arsen, nikkel, brennisteinn og antímon. Að mati Náttúrufræðistofnunar er mengun á þessu svæði áhyggjuefni þar sem áhrif álversins og þess iðnaðar sem rekinn er í Hellnahrauni nái að hluta til inn í íbúðabyggð á Völlunum austan við iðnaðarhverfið og álverið. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og finnur niðurstöðunum allt til foráttu. „Heilbrigðisnefnd varar við oftúlkun á niðurstöðum skýrslunnar. Aðferðin sem lögð er til grundvallar við túlkun á niðurstöðum mælinga er sniðin að því að meta dreifingu snefilefna á stórum landsvæðum en rannsóknir nefndarinnar hafa sýnt fram á að túlkunin hentar ekki eins vel við mælingar á staðbundnum svæðum inni á iðnaðarsvæðum,“ segir í bókun nefndarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira