Messi og Ronaldo snúa til baka í landsliðin sín á sama tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2019 12:00 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Getty/Lars Baron Lionel Messi og Cristiano Ronaldo duttu út af HM á sama degi og snúa líka til baka í landsliðin sín á sama tíma Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo verða að eilífu tengdir sem tveir langbestu knattspyrnumenn heims á sínum tíma. Þeir virðast líka oft fylgjast að og svara stórleik hins með stórleik hjá sér. Nú snúa þeir báðir aftur í landslið sín á sama tíma eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var vonbrigðarmót fyrir þá báða. Báðir duttu þeir út með sínum liðum í sextán liða úrslitum og meira segja á sama degi eða 30. júní."It's a joy for me and for everyone that he's back - we're all very happy." Lionel Messi and Cristiano Ronaldo are both set to play for their countries for the first time since the 2018 World Cup in Russia. More: https://t.co/Gq0ob0Zfe7pic.twitter.com/XHUVjuXpwa — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019 Sumir telja þetta hafa verið síðasti möguleiki þeirra beggja að verða heimsmeistari og það tók þá greinilega báða langan tíma að jafna sig. Í kvöld klæðast þeir hins vegar landsliðstreyjum sínum á ný. Lionel Messi spilar vináttulandsleik með Argentínu á móti Venesúela í Madrid og Cristiano Ronaldo spilar fyrsta leik Portúgal í undankeppni EM 2020 sem er á móti Úkraínu í Lissabon. Þeir hafa báðir misst af síðustu sex landsleikjum sinna þjóða. Þeir eru líka báðir spila stuttu eftir að hafa boðið upp á magnaða frammistöðu í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Juventus á móti hinni gríðarsterku vörn Atletico Madrid og Messi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í sigri Barcelona á Lyon. Messi bætti síðan um betur og skoraði magnaða þrennu í deildarleik á sunnudaginn.The battle of the GOATS! Argentina's Lionel Messi and Portugal's Cristiano Ronaldo are set to play for their countries for the first time since the World Cup. Read more ➡ https://t.co/Gq0ob0HEmzpic.twitter.com/rpIz9PYyaN — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Cristiano Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 85 mörk í 154 landsleikjum. Joao Cancelo, varnarmaður Portúgals var ánægður að fá stórstjörnuna aftur inn í landsliðið. „Cristiano kemur með gæði inn í öll lið. Það er okkur mikil ánægja að spila með honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Joao Cancelo. Lionel Messi er 31 árs og hefur skorað 65 mörk í 128 landsleikjum. „Það er mikil gleði fyrir mig og alla aðra að hann sé kominn til baka. Við erum allir mjög ánægðir,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins. EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo duttu út af HM á sama degi og snúa líka til baka í landsliðin sín á sama tíma Argentínumaðurinn Lionel Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo verða að eilífu tengdir sem tveir langbestu knattspyrnumenn heims á sínum tíma. Þeir virðast líka oft fylgjast að og svara stórleik hins með stórleik hjá sér. Nú snúa þeir báðir aftur í landslið sín á sama tíma eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu síðan á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem var vonbrigðarmót fyrir þá báða. Báðir duttu þeir út með sínum liðum í sextán liða úrslitum og meira segja á sama degi eða 30. júní."It's a joy for me and for everyone that he's back - we're all very happy." Lionel Messi and Cristiano Ronaldo are both set to play for their countries for the first time since the 2018 World Cup in Russia. More: https://t.co/Gq0ob0Zfe7pic.twitter.com/XHUVjuXpwa — BBC Sport (@BBCSport) March 21, 2019 Sumir telja þetta hafa verið síðasti möguleiki þeirra beggja að verða heimsmeistari og það tók þá greinilega báða langan tíma að jafna sig. Í kvöld klæðast þeir hins vegar landsliðstreyjum sínum á ný. Lionel Messi spilar vináttulandsleik með Argentínu á móti Venesúela í Madrid og Cristiano Ronaldo spilar fyrsta leik Portúgal í undankeppni EM 2020 sem er á móti Úkraínu í Lissabon. Þeir hafa báðir misst af síðustu sex landsleikjum sinna þjóða. Þeir eru líka báðir spila stuttu eftir að hafa boðið upp á magnaða frammistöðu í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu fyrir Juventus á móti hinni gríðarsterku vörn Atletico Madrid og Messi var með tvö mörk og tvær stoðsendingar í sigri Barcelona á Lyon. Messi bætti síðan um betur og skoraði magnaða þrennu í deildarleik á sunnudaginn.The battle of the GOATS! Argentina's Lionel Messi and Portugal's Cristiano Ronaldo are set to play for their countries for the first time since the World Cup. Read more ➡ https://t.co/Gq0ob0HEmzpic.twitter.com/rpIz9PYyaN — BBC Sport (@BBCSport) March 22, 2019Cristiano Ronaldo er orðinn 34 ára gamall og hefur skorað 85 mörk í 154 landsleikjum. Joao Cancelo, varnarmaður Portúgals var ánægður að fá stórstjörnuna aftur inn í landsliðið. „Cristiano kemur með gæði inn í öll lið. Það er okkur mikil ánægja að spila með honum og hann er mjög mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Joao Cancelo. Lionel Messi er 31 árs og hefur skorað 65 mörk í 128 landsleikjum. „Það er mikil gleði fyrir mig og alla aðra að hann sé kominn til baka. Við erum allir mjög ánægðir,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari argentínska landsliðsins.
EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira