Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 08:22 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Egill „Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
„Ég les það út úr þessum aðstæðum að staða WOW hefur versnað frá því Icelandair gekk frá borðinu en staða Icelandair hefur sömuleiðis versnað vegna MAX-vélanna,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, um viðræður íslensku flugfélaganna tveggja sem ganga út á að Icelandair hafi aðkomu að rekstri WOW Air. Steinn Logi segir auðsýnt að Airbus-vélar WOW Air gætu nýst við að leysa úr vandanum sem Icelandair stendur frammi fyrir eftir að Boeing 737 MAX-vélar voru kyrrsettar. Icelandair er með þrjár slíkar í rekstri og sex til viðbótar væntanlegar í reksturinn. „Rekstur WOW Air skiptir því meira máli í dag,“ segir Steinn Logi og vísar þar til þess í hver munurinn verður á fyrri viðræðum Icelandair og WOW Air sem sigldu í strand undir lok síðasta árs og þeim sem eiga að standa yfir næstu daga.Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird.fbl/ValliSteinn segir mikla hagsmuni undir hjá íslenska ríkinu sem getur þó ekki komið að flugrekstrinum með beinum framlögum út af Evrópureglum. Hann segir það einnig spurning hvort að Icelandair geti einfaldlega keypt eigur úr rekstri WOW air, en þó sé óvíst hvað Icelandair ætli sér að fá út úr þessum viðræðum. Steinn segir að miðað við hversu mikið viðræður WOW Air og bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners drógust á langinn þá sé hægt að lesa úr því að Indigo hafi reynt að ganga ansi langt að Skúla Mogensen, forstjóra WOW. „Þeir virðast hafa algjörlega ætlað að slíta Skúla og hann fengi ekkert út úr þessu. Auðvitað reynir Skúli allar leiðir, það gera særð ljón. Það er mannlegt og eðlilegt og auðvitað hefur það áhrif,“ segir Skúli. Kröfur Indigo hafi aukist til muna um framlög í WOW ásamt því að reyna að kreista skuldabréfaeigendur WOW air enn frekar.Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli við hlið Boeing 757 í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir níu þotum af MAX-gerð í sumaráætlun félagsins.Mynd/Icelandair.Í tilkynningu frá Icelandair Group um viðræðurnar kom fram að þeim eigi að ljúka fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. Steinn segir ljóst að um kapphlaup við tíma sé að ræða fyrir bæði félög. „Og hvað ætla menn að ná samkomulagi um. Ef Icelandair ætlar að kaupa fyrirtækið þá þarf að ná samkomulagi við skuldabréfaeigendur, flugvélaeigendur og stóra lánardrottna, flugvelli og Isavia og fleira. Þetta er kapphlaup við tímann enda setja þeir sér knappan tíma,“ segir Steinn. Í tilkynningu frá Icelandair kom fram að viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Steinn segir það liggja í augum uppi miðað við tilkynninguna að staða WOW Air er ekki björt gangi viðræðurnar ekki eftir.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira