Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. mars 2019 10:00 Icelandair á í viðræðum um kaup á Wow air. Vísir/Vilhelm Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45