Viðskipti erlent

737 MAX uppfærslan sögð tilbúin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það gæti tekið lengri tíma en áður hefur verið talið að fá flugvélarnar sem um ræðir aftur í loftið.
Það gæti tekið lengri tíma en áður hefur verið talið að fá flugvélarnar sem um ræðir aftur í loftið. AP/Ted S. Warren
Boeing er sagt vera búið að leggja lokahönd á uppfærslu á hugbúnaðaruppfærslu á flugstjórnarkerfi 737 MAX flugvélanna. Þetta hefur AFP eftir heimildarmönnum innan fluggeirans í Bandaríkjunum.

Uppfærslan á við MCAS-flugstjórnarkerfið sem er ætlað að koma í veg fyrir að flugvélar ofrísi. Grunur leikur á að kerfið hafi leikið lykilhlutverk í tveimur mannskæðum flugslysum, í Indónesíu á síðasta ári og Eþíópíu fyrr í mánuðinum.

Boeing hefur unnið hörðum höndum að uppfærslunni að undanförnu en búið er að setja flugbann á 737 MAX vélar fyrirtækisins víða um heim vegna flugslysanna. Flugbannið hefur haft töluverð áhrif á starfsemi flugfélaga víða um heim, þar með talið hér á landi en Icelandair rekur þrjár vélar af gerðinni 737 MAX og eru fleiri slíkar væntanlegar í flugflota félagsins.

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð munu fá að að leggja mat á uppfærsluna í vikunni og að bandarísk flugfélög muni fá kynningu á uppfærslunni á næstunni. Flugmálastjórn Bandaríkjanna hafði gefið Boeing frest fram í apríl til þess að klára uppfærsluna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×