Bjarni: Hef áhyggjur af því hversu hrikalega lélegir við höfum verið eftir bikarhelgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2019 22:17 Bjarni og félagar eru ekki lengur í úrslitakeppnissæti. vísir/bára Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna gegn Fram í kvöld. Framarar unnu leikinn með fimm marka mun, 23-28. „Þetta var ógeðslega lélegt hjá okkur,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leik og dró ekkert undan. „Við spiluðum hræðilega vörn í byrjun, brutum ekki, vorum slitnir í sundur og óöruggir. Þar af leiðandi var markvarslan engin. Svo datt þetta ekki fyrir okkur í sókninni. Viktor [Gísli Hallgrímsson] stóð sig vel í markinu hjá Fram,“ sagði Bjarni. „Svo fórum við mikið beint á Ægi [Hrafn Jónsson] og hann varði fullt af skotum í vörninni. Þetta gerðum við í staðinn fyrir að gefa okkur tíma. Þegar við gerðum það sköpuðum við okkur færi, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Bjarni segir að hann beri mikla ábyrgð sem þjálfari liðsins. „Mér fannst Fram vera miklu betra. Við prófuðum alls konar hluti en vorum ekki tilbúnir og áttum ekki möguleika. Það skrifast á mig. Ég stýri skútunni og þarf að skoða þetta og leysa. Við getum ekki dvalið lengi við þetta. Við þurfum að mæta klárir í næsta leik og muna að það eru bara tvær vikur síðan við vorum að spila frábærlega,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég hef áhyggjur af því hversu hrikalega lélegir við höfum verið eftir bikarhelgina.“ Eftir úrslit kvöldsins er ÍR komið niður í 9. sæti deildarinnar, einu sæti frá úrslitakeppninni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Ef maður spilar þokkalega vel líður manni ekki eins illa þegar maður tapar. Stundum falla hlutirnir ekki með þér. En núna erum við að spila illa og ég hef áhyggjur af því. Við erum mjög ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Bjarni. „Annað hvort nýtum við þetta til góðs og komum miklu sterkari til baka. Eða við brotnum sem lið og gefumst upp.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 23-28 | Framarar fjærlægðust botnsvæðið Fram steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli með sigri á ÍR í Breiðholtinu, 23-28. 24. mars 2019 21:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna gegn Fram í kvöld. Framarar unnu leikinn með fimm marka mun, 23-28. „Þetta var ógeðslega lélegt hjá okkur,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leik og dró ekkert undan. „Við spiluðum hræðilega vörn í byrjun, brutum ekki, vorum slitnir í sundur og óöruggir. Þar af leiðandi var markvarslan engin. Svo datt þetta ekki fyrir okkur í sókninni. Viktor [Gísli Hallgrímsson] stóð sig vel í markinu hjá Fram,“ sagði Bjarni. „Svo fórum við mikið beint á Ægi [Hrafn Jónsson] og hann varði fullt af skotum í vörninni. Þetta gerðum við í staðinn fyrir að gefa okkur tíma. Þegar við gerðum það sköpuðum við okkur færi, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Bjarni segir að hann beri mikla ábyrgð sem þjálfari liðsins. „Mér fannst Fram vera miklu betra. Við prófuðum alls konar hluti en vorum ekki tilbúnir og áttum ekki möguleika. Það skrifast á mig. Ég stýri skútunni og þarf að skoða þetta og leysa. Við getum ekki dvalið lengi við þetta. Við þurfum að mæta klárir í næsta leik og muna að það eru bara tvær vikur síðan við vorum að spila frábærlega,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég hef áhyggjur af því hversu hrikalega lélegir við höfum verið eftir bikarhelgina.“ Eftir úrslit kvöldsins er ÍR komið niður í 9. sæti deildarinnar, einu sæti frá úrslitakeppninni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Ef maður spilar þokkalega vel líður manni ekki eins illa þegar maður tapar. Stundum falla hlutirnir ekki með þér. En núna erum við að spila illa og ég hef áhyggjur af því. Við erum mjög ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Bjarni. „Annað hvort nýtum við þetta til góðs og komum miklu sterkari til baka. Eða við brotnum sem lið og gefumst upp.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 23-28 | Framarar fjærlægðust botnsvæðið Fram steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli með sigri á ÍR í Breiðholtinu, 23-28. 24. mars 2019 21:45 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 23-28 | Framarar fjærlægðust botnsvæðið Fram steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli með sigri á ÍR í Breiðholtinu, 23-28. 24. mars 2019 21:45