Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Sighvatur Jónsson skrifar 26. mars 2019 20:15 Fjórtán ára stúlka frá Afganistan, Zainab Safari, segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Zainab flutti til Íslands með móður sinni og bróður í september á síðasta ári. Hún er afgönsk og fæddist í Íran. Zainab hefur aldrei búið í Afganistan. Fjölskyldan flutti frá Íran til Grikklands þaðan sem þau komu til Íslands. Móðir hennar segir að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er enn í Grikklandi. Zainab óskar þess að pabbi hennar bætist í hópinn og fjölskyldan fái að búa hér á landi. Útlendingastofnun hefur ákveðið að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar og hefur vísað fjölskyldunni úr landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun.Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum.Vísir/ArnarBrá að sjá 600 undirskriftir Þegar Zainab er spurð hvernig hún kunni við sig í skólanum svarar hún að hún elski skólann. Hún hafi eignast marga vini, meðal annars tvær stelpur frá Afganistan sem eru líka í Hagaskóla. Skólasystkini Zainab hafa safnað undirskriftum henni til stuðnings. Hún segist vera alsæl með þessa hjálp frá skólafélögunum. Zainab segist ekki hafa trúað því að 600 manns myndu skrifa nafn sitt á listann henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skilað inn kröfu til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins. Er þar vísað til þess að Zainab hafi myndað sterkt tengslanet í Hagaskóla. 600 undirskriftir skólafélaga hennar beri vott um það. „Ef við fáum jákvætt svar þá getum við verið hér áfram og haldið áfram í skólanum,“ segir Zainab. Amir bróðir Zainab er tveimur árum yngri en hún. Hann gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR. Innflytjendamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Fjórtán ára stúlka frá Afganistan, Zainab Safari, segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Zainab flutti til Íslands með móður sinni og bróður í september á síðasta ári. Hún er afgönsk og fæddist í Íran. Zainab hefur aldrei búið í Afganistan. Fjölskyldan flutti frá Íran til Grikklands þaðan sem þau komu til Íslands. Móðir hennar segir að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er enn í Grikklandi. Zainab óskar þess að pabbi hennar bætist í hópinn og fjölskyldan fái að búa hér á landi. Útlendingastofnun hefur ákveðið að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar og hefur vísað fjölskyldunni úr landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun.Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum.Vísir/ArnarBrá að sjá 600 undirskriftir Þegar Zainab er spurð hvernig hún kunni við sig í skólanum svarar hún að hún elski skólann. Hún hafi eignast marga vini, meðal annars tvær stelpur frá Afganistan sem eru líka í Hagaskóla. Skólasystkini Zainab hafa safnað undirskriftum henni til stuðnings. Hún segist vera alsæl með þessa hjálp frá skólafélögunum. Zainab segist ekki hafa trúað því að 600 manns myndu skrifa nafn sitt á listann henni og fjölskyldu hennar til stuðnings. Lögmaður fjölskyldunnar hefur skilað inn kröfu til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins. Er þar vísað til þess að Zainab hafi myndað sterkt tengslanet í Hagaskóla. 600 undirskriftir skólafélaga hennar beri vott um það. „Ef við fáum jákvætt svar þá getum við verið hér áfram og haldið áfram í skólanum,“ segir Zainab. Amir bróðir Zainab er tveimur árum yngri en hún. Hann gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.
Innflytjendamál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira