Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Árni Jóhannsson skrifar 25. mars 2019 21:47 Pavel var frábær í kvöld. vísir/pjetur „Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
„Ég segi nú ekki að allt hafi gengið fullkomlega upp en það gekk margt mjög vel upp“, sagði Pavel Ermolinskij sem að öðrum ólöstuðum var besti maður vallarins í dag. Hann var spurður að því hvort allt hafi gengið fullkomlega upp hjá KR-ingum en þeir virtust eiga svör við öllum þeim spurningum sem Keflvíkingar lögðu fyrir þá í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. „Þetta var ekki fullkominn leikur af okkar hálfu en þú þarft ekki fullkominn leik, þú þarft bara að vinna þegar þú ert kominn á þennan stað í tímabilinu og alveg sama hvernig þú ferð að því. Við erum ekki að reyna að eiga fullkomna leiki við erum bara að reyna að sigra og það er aukaatriði að reyna að ná fullkomnum leik.“ Pavel, sem var meiddur undir lok deildarkeppninnar, var spurður út í baráttu hans við Michael Craion sem er hörð og hlýtur að taka mikið á líkamlega. Hvernig er standið á Pavel? „Það er matsatriði hvernig ástandið á mér er. Þetta er mikil barátta og mikill skrokkur sem ég er að kljást við í teignum. Ég þekki náttúrlega Mike vel og það versta við að eiga við hann er það hversu stoltur hann er.“ „Hann sýnir það ekki út á við en hann er mjög mikill keppnismaður í sér og þegar maður nær að stoppa hann einu sinni og tvisvar þá eflist hann við það, aðrir færu í skel en hann eflist við það og ætlar að myrða þig í næstu tilraun. Þetta er stanslaus barátta en það er mjög gaman, þetta er mjög skemmtilegt.“ Keflvíkingar eru komnir með bakið upp við vegginn fræga og taldi Pavel að reynsla KR myndi skína í gegn í næsta leik en aftur á móti þá yrði mótspyrnan líklega sú mesta hingað til í einvíginu. „Ég held að við sýnum ekkert vanmat eða eða tökum þessu einhvernveginn léttleikandi á fimmtudaginn. Bæði höfum við gengið í gegnum þetta svo oft áður og farið ýmsar mismunandi leiðir í gegnum þetta og séð allt gerast.“ „Við höfum oft eða eiginlega alltaf farið í gegnum 8 liða úrslitin 3-0 og maður hefur séð lið brotna eftir leik númer tvö og hætta fyrir þriðja leik. Ég leyfi mér að fullyrða að Keflavík er ekki að fara að gera það, þetta er alltof sterkt lið til þess, allt of miklir karakterar til að veita okkur ekki fjandi harða mótspyrnu á fimmtudaginn. Þannig að við þurfum að eiga ennþá betri leik en í dag og í seinasta leik. Við þurfum hreinlega að eiga okkar besta leik á fimmtudaginn til að vinna.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 86-77│KR sýndi mátt sinn og leiðir einvígið 2-0 KR-ingar stilltu andstæðingum sínum upp við vegginn margfræga. Keflvíkingar áttu engin svör við leik heimamanna 3/4 af leiknum. 25. mars 2019 22:15