Jón Hrói Finnsson stjórnsýslufræðingur hefur hafið störf sem stjórnsýsluráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu RR ráðgjöf.
Í tilkynningu segir að Jón Hrói hafi reynslu af ráðgjafastörfum þar sem hann starfaði sem stjórnsýsluráðgjafi hjá ParX – viðskiptaráðgjöf á árunum 2004 til 2006.
„Auk þess hefur hann mikla reynslu af störfum fyrir sveitarfélög sem stjórnandi og sérfræðingur; sem sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar, sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarverið og þróunarstjóri Fjallabyggðar.
Jón Hrói er með embættispróf í stjórnsýslufræði (Cand.Sci.Pol) frá Háskólanum í Árósum. Hann hefur m.a. reynslu af opinberum rekstri, verkefnum tengdum sameiningu sveitarfélaga, stefnumótun, áætlunargerð, mótun stjórnskipulags og greiningu verkferla. Í störfum sínum hefur hann öðlast mikla þekkingu á félagsmálum og þjónustu við fatlað fólk með sérstakar stuðningsþarfir,“ segir í tilkynningunni.

