Ólafur mun aðstoða Brodie Hjörvar Ólafsson skrifar 28. mars 2019 17:30 Ólafur Björn Loftsson. Vísir/GVA Golfsamband Íslands hefur samið við Ólaf Björn Loftsson um að hann verði aðstoðarmaður nýráðins afreksstjóra GSÍ. Gregor Brodie tók við starfi afreksstjóra GSÍ fyrr á þessu ári og mun Ólafur Björn verða honum innan handar. Það var golf.is sem greindi frá þessu. Ólafur Björn hefur lengi verið í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fótspor föður síns, Lofts Ólafssonar. Ólafur mun starfa sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi samhliða því að leika sem atvinnukylfingur og sitja á skólabekk í PGA kennaraskólanum á Íslandi. Ólafur er einn reynslumesti landsliðsmaður Íslands í flokki áhugakylfinga og hann er eini íslenski kylfingurinn sem hefur fengið tækifæri til að keppa á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægð að fá Ólaf til liðs við okkur og erum fullviss um að þeir í sameiningu með öllu því góða fagfólki sem starfar í golfklúbbum landsins og fagteymi GSÍ muni færa okkar afrekskylfingum og íþróttinni í heild mikið á komandi misserum,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við golf.is. Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Golfsamband Íslands hefur samið við Ólaf Björn Loftsson um að hann verði aðstoðarmaður nýráðins afreksstjóra GSÍ. Gregor Brodie tók við starfi afreksstjóra GSÍ fyrr á þessu ári og mun Ólafur Björn verða honum innan handar. Það var golf.is sem greindi frá þessu. Ólafur Björn hefur lengi verið í fremstu röð afrekskylfinga á Íslandi. Hann varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fótspor föður síns, Lofts Ólafssonar. Ólafur mun starfa sem framkvæmdastjóri PGA á Íslandi samhliða því að leika sem atvinnukylfingur og sitja á skólabekk í PGA kennaraskólanum á Íslandi. Ólafur er einn reynslumesti landsliðsmaður Íslands í flokki áhugakylfinga og hann er eini íslenski kylfingurinn sem hefur fengið tækifæri til að keppa á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum. „Við erum mjög ánægð að fá Ólaf til liðs við okkur og erum fullviss um að þeir í sameiningu með öllu því góða fagfólki sem starfar í golfklúbbum landsins og fagteymi GSÍ muni færa okkar afrekskylfingum og íþróttinni í heild mikið á komandi misserum,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri GSÍ, í samtali við golf.is.
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira