Handbolti

Kristianstad vann toppslaginn | Aron Rafn frábær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur kom með beinum hættum að tólf mörkum Kristianstad gegn Skövde.
Ólafur kom með beinum hættum að tólf mörkum Kristianstad gegn Skövde. vísir/getty
Kristianstad vann nauman sigur á Skövde, 31-32, í leik tveggja efstu liða sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Með sigrinum náði Kristianstad níu stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Gustaf Banke tryggði Kristianstad sigurinn með því að verja lokaskot Skövde-manna.

Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Guðmundsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Kristianstad. Sá síðarnefndi gaf einnig átta stoðsendingar. Teitur Örn Einarsson lék ekki með liðinu í dag. Ungstirnið Valter Chrintz var markahæstur hjá Kristianstad með ellefu mörk.

Aron Rafn Eðvarðsson átti stórleik þegar HSV Hamburg vann þriggja marka sigur á Elbflorenz 2006, 21-18, í þýsku B-deildinni.

Hafnfirðingurinn varði 17 skot í marki HSV, eða 49% þeirra skota sem hann fékk á sig.

Aron Rafn og félagar eru í 13. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×