Pressa á Ronaldo fyrir leik kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. mars 2019 13:00 Cristiano Ronaldo í leik með Juventus á dögunum. Getty/Salvatore Laporta Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira
Seinni leikirnir í einvígjum Juventus og Atletico Madrid annars vegar og Manchester City og Schalke 04 hins vegar í Meistaradeild Evrópu fara fram í kvöld áður en sextán liða úrslitunum lýkur á morgun. Staðan er ansi vænleg fyrir leikmenn Atletico og City eftir fyrri leiki liðanna en það skyldi enginn afskrifa Juventus þegar kemur að þessari keppni. Juventus siglir lygnan sjó þegar kemur að ítölsku úrvalsdeildinni með átján stiga forskot þegar ellefu umferðir eru eftir og stefnir hraðbyri að áttunda meistaratitlinum í röð. Það dugar hins vegar ekki til fyrir forráðamenn Juventus sem stefna hærra. Með kaupum félagsins á Cristiano Ronaldo átti liðið að komast yfir þröskuldinn og vinna þriðja Meistaradeildartitilinn í sögu félagsins. Það eru 23 ár liðin í vor síðan Juventus hóf Evrópubikarinn á loft eftir sigur gegn Ajax í vítaspyrnukeppni í Róm í fyrstu ferð Juventus af þremur í úrslitaleikinn á þremur árum. Síðan þá hefur Juventus tapað fimm sinnum í úrslitum, þar af tvisvar á síðustu fjórum árum gegn Ronaldo og þáverandi liðsfélögum í Real Madrid. Til þess að komast áfram verður Juventus að komast fram hjá ógnarsterkum varnarmúr Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í síðustu fimm leikjum og aðeins hleypt inn sautján mörkum í 27 leikjum í deildinni. Ronaldo átti sjálfur góðu gengi að fagna sem leikmaður Real gegn nágrönnum þeirra í Atletico því hann kom að þrjátíu mörkum í 31 leik og skoraði 22 þeirra. Eftir 2-0 sigur Atletico í fyrri leik liðanna er það ljóst að mark frá Atletico á morgun gerir svo gott sem út um einvígið. Fari svo að Atletico nái að slá Juventus út er það í fyrsta sinn síðan árið 2010 sem Cristiano Ronaldo fellur úr leik í keppninni í 16-liða úrslitunum. Seinni leikur kvöldsins ætti að vera formsatriði fyrir lærisveina Pep Guardiola þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum í fyrri leik liðanna í Þýskalandi. Manchester City náði að setja þrjú mörk í Gelsenkirchen og Schalke, sem er tveimur sætum frá fallsæti í þýsku deildinni, ætti ekki að valda Manchester City vandræðum. Fernandinho, Kevin de Bruyne og Nicolas Otamendi eru fjarverandi hjá City en Aymeric Laporte mun snúa aftur í lið Englandsmeistaranna. Sagan er Schalke ekki hliðholl fyrir leikinn í kvöld enda hefur Schalke ekki tekist að vinna Manchester City þegar liðin hafa mæst til þessa. Þetta verður fjórða viðureign liðanna , 49 árum eftir þá fyrstu. Þá hefur Pep Guardiola átt góðu gengi að fagna gegn Schalke á ferli sínum sem knattspyrnustjóri. Lið undir hans stjórn hafa aldrei tapað gegn Schalke í sjö leikjum til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Sjá meira