Greiða atkvæði um útgöngusamning May í dag Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 11:23 Stuðningsmaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu með kröfuspjald sem merkt er Breska sjálfstæðisflokknum Ukip. Vísir/EPA Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28
Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49