Greiða atkvæði um útgöngusamning May í dag Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 11:23 Stuðningsmaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu með kröfuspjald sem merkt er Breska sjálfstæðisflokknum Ukip. Vísir/EPA Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28
Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49