Klínískar rannsóknir á fyrsta lyfi Alvotech Hörður Ægisson skrifar 13. mars 2019 07:15 Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður, Alvotech. Fréttablaðið/Aðsend mynd Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur nú hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um er að ræða líftæknilyfshliðstæðu lyfsins Humira sem er í dag söluhæsta lyf heims og selst fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári, jafnvirði 2.400 milljarða íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að markaðssetning lyfsins, sem hefur reynst árangursríkt við meðferð á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og liðagigt og psoriasis, hefjist fljótlega eftir að klínískum rannsóknum lýkur. Um 400 manns taka þátt í rannsókninni á 30 stöðum vítt og breitt um Evrópu. Alvotech mun framleiða og selja lyfið með samstarfsaðilum sínum á öllum lyfjamörkuðum heims en gangi áætlanir eftir fer lyfið í sölu á næsta ári. Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segir það stóran áfanga fyrir fyrirtækið að hefja klínískar rannsóknir. „Nú eru átta ár síðan við hófum undirbúning á þróun og framleiðslu líftæknilyfja og aðeins um þrjú ár síðan hátæknisetur Alvotech opnaði í Vatnsmýrinni. Markmið okkar er að hátæknisetur fyrirtækisins verði leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og að aðgengi sjúklinga að hágæða lyfjum aukist enn frekar,“ segir Róbert. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir því að árlegar tekjur geti orðið um 150 milljarðar króna innan fárra ára þegar lyf fyrirtækisins eru komin á markað. Alls eru sex líftæknilyf í þróun hjá Alvotech, sem verða markaðssett á næstu árum þegar einkaleyfi þeirra renna út. Í dag starfa um 250 vísindamenn hjá Alvotech á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að ríflega 100 vísindamenn verði ráðnir á Íslandi til starfa í hátæknisetri fyrirtækisins á næstu 12 mánuðum. Alvotech hefur nú þegar fengið framleiðsluleyfi fyrir lyf sín og tryggði sér nýlega beint aðgengi að tveimur af stærstu lyfjamörkuðum heims, Kína og Japan, með mikilvægum samstarfssamningum. Í Kína er hafin uppbygging á nýrri lyfjaverksmiðju sem verður að helmingshluta í eigu Alvotech. Í Japan hefur verið undirritaður mikilvægur samstarfssamningur um sölu og dreifingu lyfja fyrirtækisins við Fuji Pharma sem jafnframt er orðið hluthafi í Alvotech. Í byrjun ársins tryggði Alvotech sér fjármögnun upp á 300 milljónir dala með sölu á skuldabréfum til fjárfesta. Eigendur skuldabréfanna munu jafnframt geta breytt bréfunum í hlutafé þegar Alvogen verður skráð á markað en CLSA, dótturfélag CITIC Securities, stærsta fjárfestingarbanka Kína, var helsti söluráðgjafinn í skuldabréfaútboðinu og þá var stórbankinn Morgan Stanley aðalfjárfestirinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir að félagið verði skráð á alþjóðlegan hlutabréfamarkað innan næstu tveggja ára og er talið líklegast að kauphöll í Asíu verði fyrir valinu. Meðal eigenda Alvotech eru tveir af stærstu fjárfestingarsjóðum heims, CVC Capital Partners og Temasek, auk japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma. Stærsti einstaki hluthafi Alvotech, Aztiq Pharma, er fjárfestingarsjóður undir forystu Róberts Wessman, stofnanda Alvotech. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur nú hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um er að ræða líftæknilyfshliðstæðu lyfsins Humira sem er í dag söluhæsta lyf heims og selst fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári, jafnvirði 2.400 milljarða íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að markaðssetning lyfsins, sem hefur reynst árangursríkt við meðferð á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og liðagigt og psoriasis, hefjist fljótlega eftir að klínískum rannsóknum lýkur. Um 400 manns taka þátt í rannsókninni á 30 stöðum vítt og breitt um Evrópu. Alvotech mun framleiða og selja lyfið með samstarfsaðilum sínum á öllum lyfjamörkuðum heims en gangi áætlanir eftir fer lyfið í sölu á næsta ári. Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segir það stóran áfanga fyrir fyrirtækið að hefja klínískar rannsóknir. „Nú eru átta ár síðan við hófum undirbúning á þróun og framleiðslu líftæknilyfja og aðeins um þrjú ár síðan hátæknisetur Alvotech opnaði í Vatnsmýrinni. Markmið okkar er að hátæknisetur fyrirtækisins verði leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og að aðgengi sjúklinga að hágæða lyfjum aukist enn frekar,“ segir Róbert. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir því að árlegar tekjur geti orðið um 150 milljarðar króna innan fárra ára þegar lyf fyrirtækisins eru komin á markað. Alls eru sex líftæknilyf í þróun hjá Alvotech, sem verða markaðssett á næstu árum þegar einkaleyfi þeirra renna út. Í dag starfa um 250 vísindamenn hjá Alvotech á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að ríflega 100 vísindamenn verði ráðnir á Íslandi til starfa í hátæknisetri fyrirtækisins á næstu 12 mánuðum. Alvotech hefur nú þegar fengið framleiðsluleyfi fyrir lyf sín og tryggði sér nýlega beint aðgengi að tveimur af stærstu lyfjamörkuðum heims, Kína og Japan, með mikilvægum samstarfssamningum. Í Kína er hafin uppbygging á nýrri lyfjaverksmiðju sem verður að helmingshluta í eigu Alvotech. Í Japan hefur verið undirritaður mikilvægur samstarfssamningur um sölu og dreifingu lyfja fyrirtækisins við Fuji Pharma sem jafnframt er orðið hluthafi í Alvotech. Í byrjun ársins tryggði Alvotech sér fjármögnun upp á 300 milljónir dala með sölu á skuldabréfum til fjárfesta. Eigendur skuldabréfanna munu jafnframt geta breytt bréfunum í hlutafé þegar Alvogen verður skráð á markað en CLSA, dótturfélag CITIC Securities, stærsta fjárfestingarbanka Kína, var helsti söluráðgjafinn í skuldabréfaútboðinu og þá var stórbankinn Morgan Stanley aðalfjárfestirinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir að félagið verði skráð á alþjóðlegan hlutabréfamarkað innan næstu tveggja ára og er talið líklegast að kauphöll í Asíu verði fyrir valinu. Meðal eigenda Alvotech eru tveir af stærstu fjárfestingarsjóðum heims, CVC Capital Partners og Temasek, auk japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma. Stærsti einstaki hluthafi Alvotech, Aztiq Pharma, er fjárfestingarsjóður undir forystu Róberts Wessman, stofnanda Alvotech.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira