Menn eru samt að tala um Southampton eftir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ástæðan er frábær frammistaða leikmanna sem voru einu sinni í herbúðum enska félagsins.
Tveir af athyglisverðustu sigrum sextán liða úrslitanna voru 4-1 sigur Ajax á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Madrid og 3-1 sigur Liverpool á Bayern München á Allianz Arena í München.
Í báðum þessum leikjum voru fyrrum leikmenn Southampton liðsins í aðalhlutverki.
Saints alumni in the #UCL round of 16 second leg matches:
vs. Real Madrid at the Bernabéu
Dusan Tadić
Dusan Tadić
Dusan Tadić
vs. Bayern at the Allianz Arena
Sadio Mané Van Dijk
Van Dijk
Sadio Mané
Cheers, @SouthamptonFC. pic.twitter.com/GD3SQeqE2z
— Squawka Football (@Squawka) March 13, 2019
Serbinn Dusan Tadic lék í fjögur ár með Southampton frá 2014 til 2018. Hollenska félagið Ajax keypti hann frá Southampton í júní síðastliðnum.
Tadic átti stórkostlegan leik á Bernabéu þar sem Ajax kom flestum á óvart með sannfærandi sigri á þreföldum Evrópumeisturum. Tadic skoraði eitt mark sjálfur og átti einnig tvær stoðsendingar.
Fyrrum leikmenn Southampton voru líka í aðalhlutverki í 3-1 sigri Liverpool á Bayern München í gærkvöldi. Þar voru á ferðinni þeir Virgil van Dijk og Sadio Mané.
Sadio Mané skoraði tvö mörk í leiknum þar af það fyrra eftir stoðsendingu frá Virgil van Dijk. Van Dijk skoraði síðan mjög mikilvægt mark sjálfur þegar hann kom Liverpool í 2-1 í seinni hálfleiknum.
Liverpool keypti Sadio Mané frá Southampton í júní 2016 en Senegalinn hafði leikið með Southampton í tvö tímabil.
Liverpool keypti Virgil van Dijk í janúar 2018 en miðvörðurinn öflugi spilaði með Southampton frá 2015 til 2017.
Kaupin á Sadio Mané og Virgil van Dijk eru bæði í hópi þeirra bestu hjá félaginu undanfarin ár.