Enski boltinn

Myndband fyrir þá sem þurfa frekari sönnun á stökkkrafti Van Dijk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. Getty/ Michael Regan
Virgil van Dijk er á góðri leið með að verða besti miðvörður heims ef hann er ekki orðinn það nú þegar.

Van Dijk átti enn einn stórleikinn á miðvikudagskvöldið þegar Liverpool tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Van Dijk var að venju frábær í vörninni en átti líka stoðsendingu og skoraði glæsilegt skallamark.

Í markinu sínu sýndi Virgil van Dijk styrk sinn í loftinu þegar hann skallaði boltann inn eftir hornspyrnu frá James Milner.

Virgil van Dijk er 193 sentímetrar á hæð en ofan á það er hann líka með frábæran stökkkraft.

Það sýnir hann meðal annars í þessu myndbandi hér fyrir neðan sem félagi hans úr hollenska landsliðinu, Ryan Babel, setti inn á Instagram.



Virgil van Dijk sést þarna hoppa upp í bolta og skalla hann þegar sumir væri í vandræðum með að ná upp í boltann með hendinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×