Einu skrefi nær því að höfða mál gegn Remington vegna Sandy Hook Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 23:50 Adam Lanza skaut 27 manns til bana í NewTown með AR-15 Bushmaster. AP/Jessica Hill Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Hæstiréttur Connecticut hefur komist að þeirri niðurstöður að fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook mega höfða mál gegn byssuframleiðendanum Remington. Tuttugu skólabörn og sex kennarar og starfsmenn skólans voru skotin til bana í Newtown árið 2012. Árásarmaðurinn, Adam Lanza, notaðist við AR-15 Bushmaster sem framleiddur var af Remington. Áður hafði hann myrt móður sína og hann skaut sig einnig til bana. Fjórir af sjö dómurum Hæstaréttar komust að áðurnefndri niðurstöðu og fer málið aftur fyrir lægra dómstig. Verði það ekki fellt niður þar, er búist við því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Fjölskyldur níu fórnarlamba hafa staðið í málaferlum með því markmiði að geta höfðað mál gegn Remington. Úrskurðurinn fer gegn alríkislögum sem studd eru af samtökum vopnaeigenda í Bandaríkjunum, NRA, og er ætlað að vernda skotvopnaframleiðendur gegn lögsóknum vegna glæpa viðskiptavina þeirra. Ákvörðun meirihluta Hæstaréttar Connecticut snýr þó að auglýsingum skotvopnaframleiðenda. Að það að auglýsa hálfsjálfvirka riffla sem þessa sem tól til að vana óvinum fólks brjóti gegn lögum ríkisins. Þannig eigi alríkislögin ekki við í þessu tilfelli. Þó nokkrar sambærilegar lögsóknir hafa verið felldar niður víða um Bandaríkin vegna þessara alríkislaga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal þess sem fjölskyldurnar hafa bent á, samkvæmt Washington Post, er að í bæklingi Bushmaster-línunnar séu vopnin auglýst með myndum af hermönnum og textanum: „Þegar þú þarft að standa þig undir álagi, getur þú treyst á Bushmaster,“ gróflega þýtt. Þar að auki séu vopnin auglýst sem frábær skotvopn í átökum. Forsvarsmenn Remington sóttu um gjaldþrotaskipti í fyrra. Meðal annars vegna dræmrar sölu undanfarin ár.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila