Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 10:48 Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar hefur beðið almenning á Írlandi um hjálp við leitina að Jóni sem hefur verið saknað frá því 9. febrúar síðastliðinn. Þetta gerir fjölskyldan með því að senda fréttatilkynningu á írska fjölmiðla í dag. Jón Þröstur sást síðast í hverfinu Whitehall í norður Dyflinni en í fréttatilkynningunni kemur fram að írska björgunarsveitin hefði fínkembt svæðið og því sé afar ólíklegt að Jón sé í Whitehall. Hefur fjölskyldan lagt af stað með „Hefur þú séð bróður minn?“-herferðina til að ná til sem flestra í von um að Jón finnist. Eru Írar hvattir til að prenta út plakat þar sem vakin er athygli á því að Jóns sé saknað. Er fólk beðið um að hengja plakatið upp á vinnustöðum sínum, í bílum, sporvögnum, biðskýlum og á kappleikjum.Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi.Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar, segir í tilkynningunni að fjölskyldan vonist til að sem flestir taki þátt svo myndin af Jóni nái til þeirra sem gætu haft upplýsingar um hvarf hans. Jón Þröstur fór út af hóteli sínu klukkan ellefu að morgni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans frá þeim stað. Taldar eru líkur á að hann hafi sest upp í ökutæki og ferðast eitthvert innan Írlands. Jón yfirgaf hótelið án vegabréfs eða annarra skilríkja og því talið ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið en þó ekki útilokað að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Bretlandseyja án skilríkja. Fjölskylda Jóns hefur verið í Írlandi undanfarnar vikur og hefur ekki í hyggju að yfirgefa landið án hans. „Við gefumst ekki upp. Við erum svo virkilega þakklát fyrir stuðninginn og alla þá hjálp sem við höfum fengið frá írsku þjóðinni og vonum að herferðin um allt land muni skila Jóni heim,“ segir Davíð Karl í tilkynningunni. Jóni er þar lýst sem blíðum og ástríkum fjögurra barna föður og hvarfið sagt afar ólíkt honum. Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar hefur beðið almenning á Írlandi um hjálp við leitina að Jóni sem hefur verið saknað frá því 9. febrúar síðastliðinn. Þetta gerir fjölskyldan með því að senda fréttatilkynningu á írska fjölmiðla í dag. Jón Þröstur sást síðast í hverfinu Whitehall í norður Dyflinni en í fréttatilkynningunni kemur fram að írska björgunarsveitin hefði fínkembt svæðið og því sé afar ólíklegt að Jón sé í Whitehall. Hefur fjölskyldan lagt af stað með „Hefur þú séð bróður minn?“-herferðina til að ná til sem flestra í von um að Jón finnist. Eru Írar hvattir til að prenta út plakat þar sem vakin er athygli á því að Jóns sé saknað. Er fólk beðið um að hengja plakatið upp á vinnustöðum sínum, í bílum, sporvögnum, biðskýlum og á kappleikjum.Myndir úr öryggismyndavélum hótelsins birtust í þættinum Crimecall í Írlandi.Davíð Karl Wium, bróðir Jóns Þrastar, segir í tilkynningunni að fjölskyldan vonist til að sem flestir taki þátt svo myndin af Jóni nái til þeirra sem gætu haft upplýsingar um hvarf hans. Jón Þröstur fór út af hóteli sínu klukkan ellefu að morgni laugardaginn 9. febrúar síðastliðinn. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans frá þeim stað. Taldar eru líkur á að hann hafi sest upp í ökutæki og ferðast eitthvert innan Írlands. Jón yfirgaf hótelið án vegabréfs eða annarra skilríkja og því talið ólíklegt að hann hafi yfirgefið landið en þó ekki útilokað að hann hafi náð að komast til Norður Írlands eða Bretlandseyja án skilríkja. Fjölskylda Jóns hefur verið í Írlandi undanfarnar vikur og hefur ekki í hyggju að yfirgefa landið án hans. „Við gefumst ekki upp. Við erum svo virkilega þakklát fyrir stuðninginn og alla þá hjálp sem við höfum fengið frá írsku þjóðinni og vonum að herferðin um allt land muni skila Jóni heim,“ segir Davíð Karl í tilkynningunni. Jóni er þar lýst sem blíðum og ástríkum fjögurra barna föður og hvarfið sagt afar ólíkt honum.
Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira