Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2019 16:42 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur fjölmiðlanefnd sérstaklega úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist hafa til nefndarinnar á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga sem varðar lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. „Við getum ekki lagt nafn þessa ágæta félags við þá starfsemi sem þar er í gangi eins og staðan er,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við Vísi. Á meðal þeirra mála sem fjölmiðlanefnd hefur gefið álit á er umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Aðrar umfjallanir eru einnig til skoðunar hjá nefndinni. 26. grein fjölmiðlalaga kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.Aldrei ætlunin að fjölmiðlanefnd skipti sér af Hjálmar segir 26. greinina vera stefnuyfirlýsingu um lýðræðislegar grunnreglur í fjölmiðlum. Það hafi aldrei verið ætlunin að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka fjölmiðlar og fjölmiðlamenn sinna starfi sínu, eins og fram kom í nefndaráliti og umfjöllun um lögin, og nefndin því komin langt út fyrir valdsvið sitt. „Það eru aðilar í þessu samfélagi sem hafa sinnt þessu hlutverki með ágætum áratugum saman eins og siðanefnd Blaðamannafélagsins sem er búin að starfa í meira fimmtíu ár. Og síðan eru það dómstólar sem fólk getur skotið málum til ef það telur á sér brotið í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað nefndin er að hugsa,“ segir Hjálmar. Hann segir það aldrei hafa staðið til hjá löggjafanum að fjölmiðlanefnd ætti að starfa með þessum hætti og að löggjafinn verði að taka ákvörðun um það ef hann vill breyta því. „Ekki einhver stjórnsýslunefnd sem langar að hafa skoðanir á því hvernig blaðamenn sinna störfum sínum,“ segir Hjálmar.Hver sem er getur kært hvað sem er Hann segir þar að auki að enginn umbúnaður sé um það hvernig á að sinna kvörtunum sem berast til fjölmiðlanefndar. „Í raun og veru virðist staðan vera svo, þótt ótrúlegt sé, það er varla hægt að ljúga þessu upp, þá getur hver sem er kært hvað sem er sem birt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Hann þarf ekki að eiga aðild að því, það þurfa ekki að vera tímamörk á því og hann þarf ekki að hafa óskað eftir leiðréttingu á því, eftir því sem ég best fæ séð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlanefnd hefur svarað kvörtunum Blaðamannafélagsins á þá leið að henni sé skylt samkvæmt stjórnsýslulögum að taka til athugunar og eftir atvikum efnislegrar meðferðar öll þau erindi sem nefndinni berast og heyra undir gildissvið laga um fjölmiðla. Hjálmar segir að Blaðamannafélagið taki ekki þátt í slíku og hann bendir á í bréfi sínum að það sé miklum vafa undirorpið hvort það sé ástæða fyrir blaðamenn eða fjölmiðla að ansa því þótt fjölmiðlanefnd hafi skoðanir sem þeir gera á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Fjölmiðlanefnd megi hins vegar hafa sínar skoðanir. „Það er skoðanafrelsi í landinu, guði sé lof, og tjáningarfrelsi,“ segir Hjálmar. Hann ímyndar sér og vill trúa því að fjölmiðlanefnd muni láta af þessu. „Þegar menn skoða málið í grunninn hljóta menn að átta sig á því að þetta er ekki það sem löggjafinn vildi og það er löggjafinn sem stýrir því hvernig málum er háttað á þessum markaði sem öðrum á Íslandi. “ Fjölmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur samþykkt að draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar. Ástæðan er sú að á síðustu mánuðum hefur fjölmiðlanefnd sérstaklega úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem borist hafa til nefndarinnar á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga sem varðar lýðræðislegar skyldur fjölmiðla. „Við getum ekki lagt nafn þessa ágæta félags við þá starfsemi sem þar er í gangi eins og staðan er,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, í samtali við Vísi. Á meðal þeirra mála sem fjölmiðlanefnd hefur gefið álit á er umfjöllun Kveiks og Kastljóss um starfsmannaleiguna Menn í vinnu og umfjöllun Vísis um trúfélagið Zúista. Aðrar umfjallanir eru einnig til skoðunar hjá nefndinni. 26. grein fjölmiðlalaga kveður á um að fjölmiðlaveita skuli í starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og standa vörð um tjáningarfrelsi. Hún skal virða mannréttindi og jafnrétti, og einnig friðhelgi einkalífs nema lýðræðishlutverk fjölmiðlaveitu og upplýsingaréttur almennings krefjist annars. Fjölmiðlaveita skal gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna.Aldrei ætlunin að fjölmiðlanefnd skipti sér af Hjálmar segir 26. greinina vera stefnuyfirlýsingu um lýðræðislegar grunnreglur í fjölmiðlum. Það hafi aldrei verið ætlunin að fjölmiðlanefnd færi að skipta sér af því hvernig einstaka fjölmiðlar og fjölmiðlamenn sinna starfi sínu, eins og fram kom í nefndaráliti og umfjöllun um lögin, og nefndin því komin langt út fyrir valdsvið sitt. „Það eru aðilar í þessu samfélagi sem hafa sinnt þessu hlutverki með ágætum áratugum saman eins og siðanefnd Blaðamannafélagsins sem er búin að starfa í meira fimmtíu ár. Og síðan eru það dómstólar sem fólk getur skotið málum til ef það telur á sér brotið í fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað nefndin er að hugsa,“ segir Hjálmar. Hann segir það aldrei hafa staðið til hjá löggjafanum að fjölmiðlanefnd ætti að starfa með þessum hætti og að löggjafinn verði að taka ákvörðun um það ef hann vill breyta því. „Ekki einhver stjórnsýslunefnd sem langar að hafa skoðanir á því hvernig blaðamenn sinna störfum sínum,“ segir Hjálmar.Hver sem er getur kært hvað sem er Hann segir þar að auki að enginn umbúnaður sé um það hvernig á að sinna kvörtunum sem berast til fjölmiðlanefndar. „Í raun og veru virðist staðan vera svo, þótt ótrúlegt sé, það er varla hægt að ljúga þessu upp, þá getur hver sem er kært hvað sem er sem birt hefur verið í íslenskum fjölmiðlum. Hann þarf ekki að eiga aðild að því, það þurfa ekki að vera tímamörk á því og hann þarf ekki að hafa óskað eftir leiðréttingu á því, eftir því sem ég best fæ séð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlanefnd hefur svarað kvörtunum Blaðamannafélagsins á þá leið að henni sé skylt samkvæmt stjórnsýslulögum að taka til athugunar og eftir atvikum efnislegrar meðferðar öll þau erindi sem nefndinni berast og heyra undir gildissvið laga um fjölmiðla. Hjálmar segir að Blaðamannafélagið taki ekki þátt í slíku og hann bendir á í bréfi sínum að það sé miklum vafa undirorpið hvort það sé ástæða fyrir blaðamenn eða fjölmiðla að ansa því þótt fjölmiðlanefnd hafi skoðanir sem þeir gera á grundvelli 26. greinar fjölmiðlalaga. Fjölmiðlanefnd megi hins vegar hafa sínar skoðanir. „Það er skoðanafrelsi í landinu, guði sé lof, og tjáningarfrelsi,“ segir Hjálmar. Hann ímyndar sér og vill trúa því að fjölmiðlanefnd muni láta af þessu. „Þegar menn skoða málið í grunninn hljóta menn að átta sig á því að þetta er ekki það sem löggjafinn vildi og það er löggjafinn sem stýrir því hvernig málum er háttað á þessum markaði sem öðrum á Íslandi. “
Fjölmiðlar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira