Togstreita ljóss og myrkurs, en hvað svo? Jónas Sen skrifar 19. mars 2019 07:15 Tónlist Karólínu Eiríksdóttur var einbeitt og full af ákafa, segir gagnrýnandi. Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þorstein Hauksson, Önnu Þorvaldsdóttur og John A. Speight. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Anna-Maria Helsing stjórnaði. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 14. mars Frægasta tokkata tónbókmenntanna er án efa Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach. Hún lék stórt hlutverk í Fantasíu Walts Disney, þessari gömlu. Í Fantasíu sá maður fiðluboga svífa uppi í skýjuðum himni í hljómfalli við tokkötu Bachs. Upplifunin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið var ekki eins ævintýraleg, en dagskráin byrjaði einmitt á tokkötu, að þessu sinni eftir Karólínu Eiríksdóttur. Engir fiðlubogar svifu í loftinu, en tónlistin var þrátt fyrir það afar skemmtileg. Kraftmiklir slagverkskaflar kölluðust á við langa hljóma, sem í fyrstu voru fábrotnir og naktir, en tóku mjög fljótt á sig þykkari áferð. Í heild var tónlistin einbeitt og full af ákafa, nánast þráhyggjukennd. Leikur hjómsveitarinnar var glæsilegur undir stjórn Önnu-Mariu Helsing. Slagverkið var nákvæmt og kröftugt, þykku hljómarnir mótaðir af nostursemi. Næsta verk á efnisskránni orkaði meira tvímælis. Þetta var sinfónía nr. 2 eftir Þorstein Hauksson. Hún var í átta köflum sem allir munu hafa verið innblásnir af japönskum hækum. Í takt við það var yfirbragð tónlistarinnar austurlenskt á einhvern óljósan máta. Harpa, selesta og skylt slagverk var áberandi, sem skapaði framandi andrúmsloft. Megináherslan var á mýkt og fíngerð blæbrigði; hið smáa var í forgrunni, en lítið um stóra drætti. Útkoman var ávallt áhugaverð, en samt nokkuð sundurlaus. Það vantaði heildarmynd, þráð sem tengdi stuttu kaflana. Tónlistin var meira eins og safn af smáverkum fremur en sinfónía – og svo var hún allt í einu búin. Endirinn var óneitanlega snubbóttur. Eftir hlé var komið að Illumine eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þar tókust á tvær andstæður, annars vegar kyrrir, tærir hljómar; hins vegar falskir tónar. Í tónleikaskránni stóð að verkið byggist á hugmyndinni um togstreitu ljóss og myrkur, og það var auðheyrt á tónleikunum. Úrvinnslan var þó alltaf mjög einföld, það gerðist ekki mikið, þetta var stemningsverk frekar en frásögn. Ekki var laust við að maður hugsaði: Og hvað svo? Lokatónsmíðin var sinfónía nr. 5 eftir John A. Speight. Ólík þeirri á undan var tónmálið viðburðaríkt, sífellt var eitthvað að gerast, framvindan var hröð og þrungin ákefð. Tónskáldið skrifaði af mikilli kunnáttu fyrir hljómsveitina, raddsetningin var litrík og rafmögnuð. Heildarbyggingin var samt ekki nægilega vel heppnuð. Aðalkaflarnir voru fjórir og þeir voru allir ágætlega skrifaðir. Inn á milli voru aftur á móti þrjú millispil, hugsuð sem mótvægi við hraðann og ofsann í meginþáttunum. Millispilin voru dapurlegir einleiksþættir, þ.e. eitt hljóðfæri var í aðalhlutverki, en undirleikurinn aðeins ofurveikur þytur. Laglínurnar voru fráhrindandi og samspil þeirra við niðinn í restinni af hljómsveitinni var ekki áhrifaríkt. Niðurinn gerði ekkert fyrir laglínuna. Útkoman var því ekki eins og flott og hún hefði getað verið. Almennt talað var leikur hljómsveitarinnar góður á tónleikunum. Eitt millispilið í síðasta verkinu hálfpartinn misheppnaðist reyndar, en það var ekki hreint. Í það heila var spilamennskan þó snörp og nákvæm, heildarhljómurinn samtaka og í góðu jafnvægi. Verst að það dugði sjaldnast til. Jónas Sen Niðurstaða: Áhugaverð en ekki gallalaus dagskrá. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þorstein Hauksson, Önnu Þorvaldsdóttur og John A. Speight. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék. Anna-Maria Helsing stjórnaði. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 14. mars Frægasta tokkata tónbókmenntanna er án efa Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach. Hún lék stórt hlutverk í Fantasíu Walts Disney, þessari gömlu. Í Fantasíu sá maður fiðluboga svífa uppi í skýjuðum himni í hljómfalli við tokkötu Bachs. Upplifunin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið var ekki eins ævintýraleg, en dagskráin byrjaði einmitt á tokkötu, að þessu sinni eftir Karólínu Eiríksdóttur. Engir fiðlubogar svifu í loftinu, en tónlistin var þrátt fyrir það afar skemmtileg. Kraftmiklir slagverkskaflar kölluðust á við langa hljóma, sem í fyrstu voru fábrotnir og naktir, en tóku mjög fljótt á sig þykkari áferð. Í heild var tónlistin einbeitt og full af ákafa, nánast þráhyggjukennd. Leikur hjómsveitarinnar var glæsilegur undir stjórn Önnu-Mariu Helsing. Slagverkið var nákvæmt og kröftugt, þykku hljómarnir mótaðir af nostursemi. Næsta verk á efnisskránni orkaði meira tvímælis. Þetta var sinfónía nr. 2 eftir Þorstein Hauksson. Hún var í átta köflum sem allir munu hafa verið innblásnir af japönskum hækum. Í takt við það var yfirbragð tónlistarinnar austurlenskt á einhvern óljósan máta. Harpa, selesta og skylt slagverk var áberandi, sem skapaði framandi andrúmsloft. Megináherslan var á mýkt og fíngerð blæbrigði; hið smáa var í forgrunni, en lítið um stóra drætti. Útkoman var ávallt áhugaverð, en samt nokkuð sundurlaus. Það vantaði heildarmynd, þráð sem tengdi stuttu kaflana. Tónlistin var meira eins og safn af smáverkum fremur en sinfónía – og svo var hún allt í einu búin. Endirinn var óneitanlega snubbóttur. Eftir hlé var komið að Illumine eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Þar tókust á tvær andstæður, annars vegar kyrrir, tærir hljómar; hins vegar falskir tónar. Í tónleikaskránni stóð að verkið byggist á hugmyndinni um togstreitu ljóss og myrkur, og það var auðheyrt á tónleikunum. Úrvinnslan var þó alltaf mjög einföld, það gerðist ekki mikið, þetta var stemningsverk frekar en frásögn. Ekki var laust við að maður hugsaði: Og hvað svo? Lokatónsmíðin var sinfónía nr. 5 eftir John A. Speight. Ólík þeirri á undan var tónmálið viðburðaríkt, sífellt var eitthvað að gerast, framvindan var hröð og þrungin ákefð. Tónskáldið skrifaði af mikilli kunnáttu fyrir hljómsveitina, raddsetningin var litrík og rafmögnuð. Heildarbyggingin var samt ekki nægilega vel heppnuð. Aðalkaflarnir voru fjórir og þeir voru allir ágætlega skrifaðir. Inn á milli voru aftur á móti þrjú millispil, hugsuð sem mótvægi við hraðann og ofsann í meginþáttunum. Millispilin voru dapurlegir einleiksþættir, þ.e. eitt hljóðfæri var í aðalhlutverki, en undirleikurinn aðeins ofurveikur þytur. Laglínurnar voru fráhrindandi og samspil þeirra við niðinn í restinni af hljómsveitinni var ekki áhrifaríkt. Niðurinn gerði ekkert fyrir laglínuna. Útkoman var því ekki eins og flott og hún hefði getað verið. Almennt talað var leikur hljómsveitarinnar góður á tónleikunum. Eitt millispilið í síðasta verkinu hálfpartinn misheppnaðist reyndar, en það var ekki hreint. Í það heila var spilamennskan þó snörp og nákvæm, heildarhljómurinn samtaka og í góðu jafnvægi. Verst að það dugði sjaldnast til. Jónas Sen Niðurstaða: Áhugaverð en ekki gallalaus dagskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira