Mikill meirihluti landsmanna er hlynntur því að launafólk með heildartekjur undir 500 þúsund krónum á mánuði fái meiri skattalækkun en aðrir. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Gallup gerði fyrir ASÍ.
Alls reyndust 83 prósent aðspurðra hlynnt þessari leið, um átta prósent andvíg en um níu prósent voru hvorki hlutlaus né andvíg.
Í tilkynningu frá ASÍ segir að þessar niðurstöður rími vel við þær hugmyndir að skattkerfisbreytingum sem sambandið hafi kynnt í lok janúar.
Hins vegar hafi skattatillögur ríkisstjórnarinnar verið útfærðar þannig að sama skattalækkunin gangi upp allan tekjuskalann.
Lágtekjufólk fái meiri lækkun
Sighvatur Arnmundsson skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent






Reykjavík ekki ljót borg
Innlent

