Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þeim á hægri hönd. Vísir/Vilhelm Með launaákvörðun fyrir æðstu stjórnendur ríkisbankanna virtu stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki tilmæli frá 2017 um hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra boðar tafarlausar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra taka undir það sem fram kom í bréfi fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Katrín segir að það liggi fyrir starfskjarastefna af hálfu ríkisins hvað varðar opinber hlutafélög um að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Sömuleiðis eru í gildi tilmæli frá árinu 2017 um að stjórnir skuli gæta varfærni við launaákvarðanir stjórnenda. Skýr tilmæli fjármálaráðherra endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og eru algjörlega í takt við umræðu innan hennar,“ segir forsætisráðherrann.Sjá einnig: Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Hún segir aukinheldur að stjórnvöld hafi verið að taka á launamálum hjá hinu opinbera, til dæmis með því að leggja niður kjararáð. Tryggja þurfi að launaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera séu teknar með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sigurður Ingi segir að hækkanirnar hafi sent röng skilaboð inn í þær erfiðu kjaraviðræður sem nú standa yfir. „Og bara ekki í þeim takti sem við viljum að íslenskt samfélag sé í,“ segir hann og bætir við: „Staðreyndin er auðvitað sú að í alþjóðlegum samanburði er meiri jöfnuður á Íslandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hann þurfi jafnframt að vera það. Af því að við erum bæði fá og meira og minna tengd. Þessar hækkanir voru ekki í neinu samræmi við það,“ segir samgönguráðherra. „Það er mat okkar, og að ég held næstum allra í samfélaginu, að stjórnirnar hafi ekki farið að þeim tilmælum sem þeim voru send. Það er farið fram á að þau taki þetta til endurskoðunar og þar með þessa starfskjarastefnu sína einnig,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra bætir því við að það sé „algjör einhugur innan ríkisstjórnarinnar um nákvæmlega það sem fjármálaráðherra sagði“. Þá segir hann að fleiri opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem eru til að mynda í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna mættu taka þetta til eftirbreytni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Með launaákvörðun fyrir æðstu stjórnendur ríkisbankanna virtu stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki tilmæli frá 2017 um hófsemi og varfærni um launaákvarðanir. Þetta kemur fram í bréfi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til Bankasýslu ríkisins. Ráðherra boðar tafarlausar aðgerðir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra taka undir það sem fram kom í bréfi fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Katrín segir að það liggi fyrir starfskjarastefna af hálfu ríkisins hvað varðar opinber hlutafélög um að laun skuli vera hófleg og samkeppnishæf en ekki leiðandi. „Sömuleiðis eru í gildi tilmæli frá árinu 2017 um að stjórnir skuli gæta varfærni við launaákvarðanir stjórnenda. Skýr tilmæli fjármálaráðherra endurspegla stefnu ríkisstjórnarinnar og eru algjörlega í takt við umræðu innan hennar,“ segir forsætisráðherrann.Sjá einnig: Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Hún segir aukinheldur að stjórnvöld hafi verið að taka á launamálum hjá hinu opinbera, til dæmis með því að leggja niður kjararáð. Tryggja þurfi að launaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera séu teknar með gegnsæjum og fyrirsjáanlegum hætti. Sigurður Ingi segir að hækkanirnar hafi sent röng skilaboð inn í þær erfiðu kjaraviðræður sem nú standa yfir. „Og bara ekki í þeim takti sem við viljum að íslenskt samfélag sé í,“ segir hann og bætir við: „Staðreyndin er auðvitað sú að í alþjóðlegum samanburði er meiri jöfnuður á Íslandi. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hann þurfi jafnframt að vera það. Af því að við erum bæði fá og meira og minna tengd. Þessar hækkanir voru ekki í neinu samræmi við það,“ segir samgönguráðherra. „Það er mat okkar, og að ég held næstum allra í samfélaginu, að stjórnirnar hafi ekki farið að þeim tilmælum sem þeim voru send. Það er farið fram á að þau taki þetta til endurskoðunar og þar með þessa starfskjarastefnu sína einnig,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguráðherra bætir því við að það sé „algjör einhugur innan ríkisstjórnarinnar um nákvæmlega það sem fjármálaráðherra sagði“. Þá segir hann að fleiri opinber fyrirtæki og fyrirtæki sem eru til að mynda í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna mættu taka þetta til eftirbreytni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Bjarni fer fram á tafarlausa endurskoðun launa bankastjóra Segir launahækkanirnar senda ósættanleg skilaboð inn í yfirstandandi kjaraviðræður. 28. febrúar 2019 16:28