Patrekur: Ekkert partý hjá mér Arnar Helgi Magnússon skrifar 1. mars 2019 21:58 Patrekur var glaður með sína drengi í kvöld. vísir/bára Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssingar, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn FH í kvöld. Leiknum lauk með 26-23 sigri Selfyssinga. „Við byrjuðum leikinn frábærlega, sérstaklega varnarlega. Við fórum vel eftir plani og ég veit ekki hversu mörg fríköst við fengum. Ég held að við höfum lagt grunninn að sigrinum með því að spila svona vel í byrjun.“ „Við hikstuðum aðeins í byrjun síðari hálfleiks sóknarlega og þá nýttu leikmenn FH sér það, Jóhann Birgir, Bjarni, Ási og fleiri. Þetta var bara hörkuleikur, toppslagur og ég er ánægður með stigin.“ Selfyssingar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en fyrsta mark liðsins í síðari hálfleik kom ekki fyrr en eftir níu mínútur. „Manni finnst það ekkert gott þegar við náum ekki að skora í svona langan tíma og það fór um mann. Maður reynir bara að vera með kaldan haus og fara ekkert á taugum.“ „Ég hugsaði lengi að fara í sjö á sex en svo vorum við að fá margar góðar opnanir og það var svo mikið pláss þannig að við fórum ekki í það. Við héldum haus og strákarnir voru frábærarir, húsið, stemningin, allt eins og það á að vera.“ „Þú mátt aldrei slaka á á móti FH, þetta er bara það gott lið. Þeir hafa verið að spila mjög vel og fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Ég er ánægður með það hvernig liðið kom inn í þennan leik. Við vorum samstilltir og það voru allir að berjast fyrir hvorn annan.“ Selfyssingar eiga ekki leik fyrr en eftir rúmar tvær vikur en næstu helgi verður leikið í bikarnum. Patrekur ætlar þrátt fyrir fríið ekki að halda Eurovision partý á morgun. „Nei, ég ætla að fara í smá frí þannig að það verður ekkert partý hjá mér,“ sagði Patrekur léttur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssingar, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna gegn FH í kvöld. Leiknum lauk með 26-23 sigri Selfyssinga. „Við byrjuðum leikinn frábærlega, sérstaklega varnarlega. Við fórum vel eftir plani og ég veit ekki hversu mörg fríköst við fengum. Ég held að við höfum lagt grunninn að sigrinum með því að spila svona vel í byrjun.“ „Við hikstuðum aðeins í byrjun síðari hálfleiks sóknarlega og þá nýttu leikmenn FH sér það, Jóhann Birgir, Bjarni, Ási og fleiri. Þetta var bara hörkuleikur, toppslagur og ég er ánægður með stigin.“ Selfyssingar voru með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en fyrsta mark liðsins í síðari hálfleik kom ekki fyrr en eftir níu mínútur. „Manni finnst það ekkert gott þegar við náum ekki að skora í svona langan tíma og það fór um mann. Maður reynir bara að vera með kaldan haus og fara ekkert á taugum.“ „Ég hugsaði lengi að fara í sjö á sex en svo vorum við að fá margar góðar opnanir og það var svo mikið pláss þannig að við fórum ekki í það. Við héldum haus og strákarnir voru frábærarir, húsið, stemningin, allt eins og það á að vera.“ „Þú mátt aldrei slaka á á móti FH, þetta er bara það gott lið. Þeir hafa verið að spila mjög vel og fyrir leikinn voru liðin með jafnmörg stig. Ég er ánægður með það hvernig liðið kom inn í þennan leik. Við vorum samstilltir og það voru allir að berjast fyrir hvorn annan.“ Selfyssingar eiga ekki leik fyrr en eftir rúmar tvær vikur en næstu helgi verður leikið í bikarnum. Patrekur ætlar þrátt fyrir fríið ekki að halda Eurovision partý á morgun. „Nei, ég ætla að fara í smá frí þannig að það verður ekkert partý hjá mér,“ sagði Patrekur léttur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira