Sport

Íslandsmet hjá FH en ÍR bikarmeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aníta var meðal keppanda í dag.
Aníta var meðal keppanda í dag. vísir/vilhelm
ÍR er bikarmeistari í frjálsum íþróttum innanhúss eftir að hafa haft betur gegn FH með fjórum stigum er bikarkeppnin fór fram í Kaplakrika í dag.

ÍR endað með 112 stig í samanlagðri keppni en FH fékk 108 stig. Í þriðja sætinu var Breiðablik með 95 stig.

Í kvennaflokki var það hins vegar FH sem vann en FH fékk 57 stig. ÍR var í öðru sæti með 53 stig en Breiðablik fékk 47 stig.

Það snérist hins vegar við í karlakeppninni því ÍR var þar hlutskarpast. ÍR-ingar fengu 59 stig, FH 51 og Breiðablik var í þriðja sætinu sem fyrr með 48 stig.

María Rún Gunnlaugsdóttir setti mótsmest í 60 metra grindahlaupi er hún kom í mark á 8,67 sekúndum en María Rún hleypur fyrir FH.

Ísak Óli Trautason setti mótsmet í sömu grein karlamegin en hann kom í mark á 8,29 sekúndum en Ísak Óli hleypur fyrir Selfoss.

Aníta Hinriksdóttir vann 1500 metra hlaup kvenna með nokkrum yfirburðum og sömu sögu má segja af Sæmundi Ólafssyni í karlaflokki.

FH setti svo Íslandsmet í 4x200 metra boðhlaupi kvenna en sveit FH kom í mark á 1:38,29. María Rún Gunnlaugsdóttir, Dóróthea Jóhannesdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir hlupu fyrir FH.

Öll úrslit mótsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×