Bumbur minnka og minnka í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 20:30 Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur Heilsa Hveragerði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur
Heilsa Hveragerði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira