Auka þarf stuðning við börn sem upplifa skilnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2019 20:00 Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru í kringum 100 lögskilnaðir í hverjum mánuði og hefur sú tala haldist að mestu frá því fyrstu upplýsingar voru skráðar árið 1990. Stundum þarf að leita sátta eftir skilnað eða sambúðarslit og finna lausnir í umgengi við börnin. Árið 2017 komu 320 umgengnismál inn á borð sýslumanns og þar af fóru 215 í sáttameðferð. Forsjár og lögheimilismál voru 760 og 258 af þeim enduðu í sáttameðferð. Skilnaðmálin voru 813 og 41 af þeim fór í sáttameðferð. En 58 prósent allra þeirra mála sem enda í sáttameðferð enda með sátt.Börn kvarta undan sömu hlutunum Sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni segir að auka þurfi stuðning við börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. „Fólk er ekkert alltaf að átta sig á því þegar það er að slíta sambúð hvað mun taka við og kannski vantar ákveðin farveg í samfélaginu. Til dæmis öfluga skilnaðarráðgjöf eða að fólk gæti bara átt aðgengi að góðri ráðgjöf áður en það hefur mál hjá sýslumanni. Þá væri jafnvel hægt að leysa mjög mörg þessara mála þannig að þau verði ekki stjórnsýslumál.," segir Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Hún skimaði rúmlega fjörtíu viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til fullorðna fólksins. „Það eru mörg börn að kvarta undan sömu hlutunum. Sem virðast koma upp aftur og aftur. Til dæmis óhóflegur þrýstingur foreldra. Viltu ekki vera hjá mér? Viltu ekki vera hjá mér? Svona reyna að fá barnið á sitt band. Það gerir það að verkum að börn gætu forðast foreldri sitt,“ segir hún. Valgerður bendir einnig á að fjöldi barna sé þegar komin með stjúpfjölskyldur þegar málin koma inn til sýslumanns en manneklu í embættinu jafnvel gera það að verkum að málin fái ekki nógu skjóta afgreiðslu og biðlista myndast. „Það segir sig sjálft að þessi biðlisti er ekki boðlegur neinum. Hver dagur í lífi barns er verðmætur, þannig að það að láta börn bíða í marga mánuði er ekki boðlegt heldur,“ segir hún og bendir á að aðeins séu fjögur stöðugildi sáttamanna og sérfræðinga sem eiga að þjóna öllu landinu og eingöngu ellefu fulltrúar á fjölskyldusviði sýslumanns og því ekki margar hendur að vinna verkefnin. Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Um 66 prósent barna sem rætt er við vegna skilnaðar eða sambúðarslita foreldra þeirra, eru þegar komin með stjúpfjölskyldu þegar leysa á úr ágreiningi hjá sýslumanni, en aðeins um helmingur mála endar með sátt. Félagsráðgjafi segir biðlista eftir sáttameðferð óásættanlega því hver dagur í lífi barns skipti máli. Samkvæmt skráningu í þjóðskrá eru í kringum 100 lögskilnaðir í hverjum mánuði og hefur sú tala haldist að mestu frá því fyrstu upplýsingar voru skráðar árið 1990. Stundum þarf að leita sátta eftir skilnað eða sambúðarslit og finna lausnir í umgengi við börnin. Árið 2017 komu 320 umgengnismál inn á borð sýslumanns og þar af fóru 215 í sáttameðferð. Forsjár og lögheimilismál voru 760 og 258 af þeim enduðu í sáttameðferð. Skilnaðmálin voru 813 og 41 af þeim fór í sáttameðferð. En 58 prósent allra þeirra mála sem enda í sáttameðferð enda með sátt.Börn kvarta undan sömu hlutunum Sérfræðingur í málefnum barna hjá sýslumanni segir að auka þurfi stuðning við börn sem ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. „Fólk er ekkert alltaf að átta sig á því þegar það er að slíta sambúð hvað mun taka við og kannski vantar ákveðin farveg í samfélaginu. Til dæmis öfluga skilnaðarráðgjöf eða að fólk gæti bara átt aðgengi að góðri ráðgjöf áður en það hefur mál hjá sýslumanni. Þá væri jafnvel hægt að leysa mjög mörg þessara mála þannig að þau verði ekki stjórnsýslumál.," segir Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi. Hún skimaði rúmlega fjörtíu viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til fullorðna fólksins. „Það eru mörg börn að kvarta undan sömu hlutunum. Sem virðast koma upp aftur og aftur. Til dæmis óhóflegur þrýstingur foreldra. Viltu ekki vera hjá mér? Viltu ekki vera hjá mér? Svona reyna að fá barnið á sitt band. Það gerir það að verkum að börn gætu forðast foreldri sitt,“ segir hún. Valgerður bendir einnig á að fjöldi barna sé þegar komin með stjúpfjölskyldur þegar málin koma inn til sýslumanns en manneklu í embættinu jafnvel gera það að verkum að málin fái ekki nógu skjóta afgreiðslu og biðlista myndast. „Það segir sig sjálft að þessi biðlisti er ekki boðlegur neinum. Hver dagur í lífi barns er verðmætur, þannig að það að láta börn bíða í marga mánuði er ekki boðlegt heldur,“ segir hún og bendir á að aðeins séu fjögur stöðugildi sáttamanna og sérfræðinga sem eiga að þjóna öllu landinu og eingöngu ellefu fulltrúar á fjölskyldusviði sýslumanns og því ekki margar hendur að vinna verkefnin.
Börn og uppeldi Stjórnsýsla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent