Mourinho hungraður í titla og gefur Real Madrid undir fótinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 4. mars 2019 06:00 Snýr Jose Mourinho aftur til Real Madrid? vísir/getty Jose Mourinho hefur verið orðaður við endurkomu til Real Madrid og hann fylgist vel með hverju skrefi hjá spænska stórveldinu. Mourinho makar nú krókinn af því að ræða menn og málefni sem sérfræðingur hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni þar sem hann var í settinu alla helgina og greindi meðal annars stórleik Real Madrid og Barcelona á laugardag. Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember en margir knattspyrnuáhugamenn töldu Mourinho vera búinn að missa alla ástríðu fyrir leiknum. Svo er aldeilis ekki samkvæmt Portúgalanum. „Ég er ungur af knattspyrnustjóra að vera. Ég er mjög ungur. Staðreyndin er sú að ég ef hef mikla löngun til að snúa aftur og sérstaklega þar sem ég hef ekki unnið bikar í 18 mánuði,“ segir Mourinho. Nokkuð ljóst þykir að Santiago Solari verði ekki ráðinn sem knattspyrnustjóri Real Madrid í sumar og Mourinho gæti snúið aftur á Santiago Bernabeu en hann gerði liðið að spænskum meisturum árið 2012. „Það er heiður að nafn mitt skuli nefnt í þeirri umræðu,“ segir Mourinho en hann hafði sitt að segja um frammistöðu Real Madrid í El Clasico. „Það var ekki mikil gleði í þessari frammistöðu. Þetta var ekki frammistaða frá hamingjusömu liði. Þeir virtust ekki fullir sjálfstrausts og litu ekki út fyrir að hafa trú á að geta unnið Barcelona,“ segir Mourinho. "It was not a performance of a happy team. Not a performance of a team with great belief or self-esteem.""It was a soft performance."Jose Mourinho is not holding back in his assessment of Real Madrid following their #ElClasico defeat.#beINMourinho #beINElClasico pic.twitter.com/92j4HmPIsp— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 2, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Jose Mourinho hefur verið orðaður við endurkomu til Real Madrid og hann fylgist vel með hverju skrefi hjá spænska stórveldinu. Mourinho makar nú krókinn af því að ræða menn og málefni sem sérfræðingur hjá beIN Sports sjónvarpsstöðinni þar sem hann var í settinu alla helgina og greindi meðal annars stórleik Real Madrid og Barcelona á laugardag. Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember en margir knattspyrnuáhugamenn töldu Mourinho vera búinn að missa alla ástríðu fyrir leiknum. Svo er aldeilis ekki samkvæmt Portúgalanum. „Ég er ungur af knattspyrnustjóra að vera. Ég er mjög ungur. Staðreyndin er sú að ég ef hef mikla löngun til að snúa aftur og sérstaklega þar sem ég hef ekki unnið bikar í 18 mánuði,“ segir Mourinho. Nokkuð ljóst þykir að Santiago Solari verði ekki ráðinn sem knattspyrnustjóri Real Madrid í sumar og Mourinho gæti snúið aftur á Santiago Bernabeu en hann gerði liðið að spænskum meisturum árið 2012. „Það er heiður að nafn mitt skuli nefnt í þeirri umræðu,“ segir Mourinho en hann hafði sitt að segja um frammistöðu Real Madrid í El Clasico. „Það var ekki mikil gleði í þessari frammistöðu. Þetta var ekki frammistaða frá hamingjusömu liði. Þeir virtust ekki fullir sjálfstrausts og litu ekki út fyrir að hafa trú á að geta unnið Barcelona,“ segir Mourinho. "It was not a performance of a happy team. Not a performance of a team with great belief or self-esteem.""It was a soft performance."Jose Mourinho is not holding back in his assessment of Real Madrid following their #ElClasico defeat.#beINMourinho #beINElClasico pic.twitter.com/92j4HmPIsp— beIN SPORTS (@beINSPORTS) March 2, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira