Lá deyjandi í mýri þegar henni var komið til bjargar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:00 Batahorfur álftarinnar eru taldar góðar. Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku síðan var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. Talið er að álftin hafi fest gogginn í dósinni fyrir um viku síðan og líklegt þykir að dósin hafi rifnað þegar álftin reyndi að berja hana af sér. Íbúar við Urriðaholtsvatn létu vita af álftinni og fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á svæðið í morgun. „Við fundum álftina þar sem hún lá uppi í mýri, deyjandi. Hún var búin að leggjast fyrir og var að fram komin. En síðan með góðra manna hjálp fékkst lánaður bátur og skipstjóri og við sigldum álftina uppi á Urriðakotsvatni, þar sem hún var," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Við náðum henni, klipptum dósina af og skiljum hana nú eftir hérna í húsdýragarðinum."Sjá einnig: Álftin laus við Red Bull dósina og komin í HúsdýragarðinnDósin sem festist á álftnni.„Goggurinn gekk hérna inn. Neðri skoltur, og alveg niður að kjaftvikum. Þetta er blóð og afskurður úr kjaftikinu," segir Ólafur og sýnir dósina. Þrátt fyrir að álftin hafi ekki getað nærst í nokkra daga var hún í ágætum holdum og mældist átta kíló í morgun en það er við neðri mörk meðalþyngdar fuglsins. Tungan slapp og þótt sárin á skoltinum séu nokkuð djúp eru batahorfur ágætar. „Hér í friði og ró ættu sárin að gróa. Ef hún étur eðlilega ætti hún að eiga lengri lífdaga auðið," segir hann. Ólafur segir raunir álftarinnar vera ágætis áminningu. „Þetta er stundar hirðuleysi. Einhver er að drekka orkudrykk. Þgar hann er búinn úr dollunni, án þess að hugsa um afleiðingarnar, kastar hann henni frá sér. Hvar sem það var. Eftirleikurinn er þessi. Álftarkjáninn festir gogginn í þessu og hefur liðið fyrir í meira en viku," segir Ólafur. Dýr Garðabær Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Álft sem festi gogginn í áldós fyrir um viku síðan var lögst niður til þess að deyja þegar henni var komið til hjálpar. Dósin var klippt af og er álftinni nú hjúkrað í Húsdýragarðinum. Vistfræðingur kennir hirðuleysi mannanna um raunir álftarinnar. Talið er að álftin hafi fest gogginn í dósinni fyrir um viku síðan og líklegt þykir að dósin hafi rifnað þegar álftin reyndi að berja hana af sér. Íbúar við Urriðaholtsvatn létu vita af álftinni og fóru starfsmenn Náttúrufræðistofnunar á svæðið í morgun. „Við fundum álftina þar sem hún lá uppi í mýri, deyjandi. Hún var búin að leggjast fyrir og var að fram komin. En síðan með góðra manna hjálp fékkst lánaður bátur og skipstjóri og við sigldum álftina uppi á Urriðakotsvatni, þar sem hún var," segir Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. „Við náðum henni, klipptum dósina af og skiljum hana nú eftir hérna í húsdýragarðinum."Sjá einnig: Álftin laus við Red Bull dósina og komin í HúsdýragarðinnDósin sem festist á álftnni.„Goggurinn gekk hérna inn. Neðri skoltur, og alveg niður að kjaftvikum. Þetta er blóð og afskurður úr kjaftikinu," segir Ólafur og sýnir dósina. Þrátt fyrir að álftin hafi ekki getað nærst í nokkra daga var hún í ágætum holdum og mældist átta kíló í morgun en það er við neðri mörk meðalþyngdar fuglsins. Tungan slapp og þótt sárin á skoltinum séu nokkuð djúp eru batahorfur ágætar. „Hér í friði og ró ættu sárin að gróa. Ef hún étur eðlilega ætti hún að eiga lengri lífdaga auðið," segir hann. Ólafur segir raunir álftarinnar vera ágætis áminningu. „Þetta er stundar hirðuleysi. Einhver er að drekka orkudrykk. Þgar hann er búinn úr dollunni, án þess að hugsa um afleiðingarnar, kastar hann henni frá sér. Hvar sem það var. Eftirleikurinn er þessi. Álftarkjáninn festir gogginn í þessu og hefur liðið fyrir í meira en viku," segir Ólafur.
Dýr Garðabær Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira