Tiger meiddur og ekki með um helgina: Vonast til að verða klár fyrir Players Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2019 08:30 Tiger er kominn aftur á meiðslalistann. vísir/getty Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira