Tiger meiddur og ekki með um helgina: Vonast til að verða klár fyrir Players Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2019 08:30 Tiger er kominn aftur á meiðslalistann. vísir/getty Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods mun ekki keppa á Arnold Palmer mótinu í vikunni en hann hefur dregið sig úr mótinu vegna meiðsla á háls. Woods hefur keppt á þremur mótum það sem af er árinu 2019 og átti samkvæmt dagskrá að keppa á Arnold Palmer mótinu um helgina en nú er það úr sögunni. „Vegna álagsmeiðsla á háls sem ég hef haft í nokkrar vikur þarf ég því miður að draga mig úr keppni á Arnold Palmer mótinu,“ sagði Tiger á Twitter-síðu sína. „Ég hef fengið meðhöndlun en er ekki orðinn nógu góður til þess að spila. Bakið er fínt og þetta eru ekki langvarandi meiðsli og ég vona að ég verði klár fyrir The Players.“ Tiger hefur oftar en ekki gert það gott á þessu tiltekna móti en hann hefur unnið það átta sinnum, sex sinnum oftar en næsti maður. „Ég sendi afsökunarbeiðni á Palmer-fjölskylduna og stuðningsmennina í Orlando. Tengingin við Arnold gerir þetta af einu af mínu uppáhalds móti og ég er ósáttur að missa af því,“ skrifaði Tiger. Woods snéri til baka á síðasta ári eftir löng meiðsli í baki og gerði sér lítð fyrir og vann sinn fyrsta sigur á PGA-túrnum í fimm ár er hann vann Tour Championship mótið í Atlanta í september síðastliðnum. Á þessu ári hefur Tiger endað í 20., 15., og tíunda sæti og er hann talinn fimmti líklegasti kylfingurinn til þess að vinna The Masters sem fer fram í næsta mánuði.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira