Domino´s-Körfuboltakvöld: Uppgjöf Grindavíkur í fjórða leikhluta Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 15:00 Leikurinn var skrítinn að mati Teits Örlygssonar. mynd/stöð 2 sport Grindavík var með pálmann í höndunum fyrir fjórða leikhlutann í leiknum á móti KR í Domino´s-deild karla á sunnudagskvöldið en tapaði samt leiknum eftir skelfilega frammistöðu í lokafjórðungnum. Heimamenn voru með 22 prósent skotnýtingu í fjórða leikhluta en þeir tóku ellefu þrista og hittu ekki einu sinni. Þeir tóku 61 prósent skota sinna í leikhlutanum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að vel gekk almennt að fara inn í teig. „Þetta verður til þess að Jordy Kuiper fær úr engu að moða. Hann er fimm af sex í teignum í leiknum en þeir bara leita ekki að honum. Þriggja stiga skotin sem þeir eru að taka eru líka svakalega léleg,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins um frammistöðu Grindavíkur. „Þetta er rosalega skrítinn körfubolti sem Grindavík er að spila og leikurinn var líka skrítinn. Grindavík fékk fínar mínútur frá strákunum af bekknum en þeir bara koðnuðu algjörlega niður í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði taktíska breytingu í seinni hálfleik og skipti um varnarmann á Lewis Clinch Jr. sem gat ekkert í seinni hálfleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Brotalamirnar í leik Grindavíkur eru miklar því um leið og blæs á móti og þeir lenda á smá þröskuldi gerist eitthvað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og umsjónarmaður þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, greip boltann á lofti: „Þeir gefast upp!“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Grindavík brotnar Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Sjá meira
Grindavík var með pálmann í höndunum fyrir fjórða leikhlutann í leiknum á móti KR í Domino´s-deild karla á sunnudagskvöldið en tapaði samt leiknum eftir skelfilega frammistöðu í lokafjórðungnum. Heimamenn voru með 22 prósent skotnýtingu í fjórða leikhluta en þeir tóku ellefu þrista og hittu ekki einu sinni. Þeir tóku 61 prósent skota sinna í leikhlutanum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að vel gekk almennt að fara inn í teig. „Þetta verður til þess að Jordy Kuiper fær úr engu að moða. Hann er fimm af sex í teignum í leiknum en þeir bara leita ekki að honum. Þriggja stiga skotin sem þeir eru að taka eru líka svakalega léleg,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins um frammistöðu Grindavíkur. „Þetta er rosalega skrítinn körfubolti sem Grindavík er að spila og leikurinn var líka skrítinn. Grindavík fékk fínar mínútur frá strákunum af bekknum en þeir bara koðnuðu algjörlega niður í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði taktíska breytingu í seinni hálfleik og skipti um varnarmann á Lewis Clinch Jr. sem gat ekkert í seinni hálfleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Brotalamirnar í leik Grindavíkur eru miklar því um leið og blæs á móti og þeir lenda á smá þröskuldi gerist eitthvað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og umsjónarmaður þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, greip boltann á lofti: „Þeir gefast upp!“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Grindavík brotnar
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Í beinni: ÍR - Grindavík | Aftur á flug eftir jól? Í beinni: Njarðvík - Þór Þ. | Hefja nýtt ár á hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Sjá meira
Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30
Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00