Þúsundkallar í þjónustugjöld í „ólæsilegum“ verðskrám bankanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 09:00 Stóru bankarnir þrír innheimta allir þjónustugjöld af viðskiptavinum sínum en það getur reynst hægara sagt en gert að gera samanburð á því hvað kostar hvað. Vísir Það getur munað tugum þúsunda á árgjöldum kreditkorta, það kostar sitt að sækja þjónustu í útibúið eða þjónustuverið og hver færsla á debetkortinu kostar hátt í 20 krónur. Þetta er á meðal þess sem kemur í ljós þegar gluggað er í verðskrár stóru bankanna þriggja, Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka. Viðskiptavinir þeirra kannast eflaust flestir við að þurfa að greiða ýmis gjöld til bankanna vegna þjónustu sem þeir nýta sér. En hvað er bankinn að rukka mann um mikið og fyrir hvað og getur maður auðveldlega gert samanburð á verðskrám bankanna?Vísir hefur áður fjallað um hvað ýmis þjónusta hjá bönkunum kostar og ákvað að kanna málið aftur nú, ekki síst í ljósi mikillar umræðu um há laun bankastjóra, uppgjöra bankanna fyrir síðasta ár og svo vegna gagnrýni Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði sem situr jafnframt í peningastefnunefnd Seðlabankans, á það sem hann kallar ólæsilegar verðskrár bankanna.Nú er hægt að gera ýmislegt af því sem áður þurfti að gera hjá gjaldkera í hraðbanka, eins og til dæmis að kaupa gjaldeyri.vísir/vilhelmYfir 30 milljarðar króna í þjónustutekjur Bankarnir þrír kynntu ársreikninga sína fyrir árið 2018 í síðasta mánuði. Allir skiluðu þeir hagnaði; Arion banki upp á 7,8 milljarða króna, Íslandsbanki upp á 10,6 milljarða og Landsbankinn upp á 19,3 milljarða króna. Út úr ársreikningunum má meðal annars lesa hvað bankarnir höfðu í þjónustutekjur (einnig kallað þóknanatekjur) á síðasta ári en þjónustutekjurnar, sem bæði eru innheimt af einstaklingum og fyrirtækjum, koma meðal annars til vegna gjalda sem innheimt eru vegna greiðslukorta og af lánum og vegna innheimtu- og greiðsluþjónustu. Á síðasta ári hafði Íslandsbanki alls 12,2 milljarða króna í hreinar þjónustutekjur, Arion banki 10,3 milljarða og Landsbankinn alls 8,1 milljarð króna í hreinar þjónustutekjur samkvæmt ársreikningum bankanna.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur gagnrýnt verðskrár bankanna.vísir/vilhelmÓlæsilegar og flóknar verðskrár Gylfi hélt erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í liðnum mánuði og var fjallað um það á vef RÚV. Sagði Gylfi að ólæsilegar verðskrár bankanna, óþarflega há laun bankastjóra og aukin áhersla á rafræn viðskipti væru ekki til þess fallin að auka traust almennings á fjármálakerfinu. Verðskrárnar væru það flóknar að erfitt væri fyrir almenning að gera á þeim verðsamanburð. Vísir tók saman verð bankanna þriggja í hinum ýmsu „vöruflokkum“, ef svo má að orði komast, það er hvað er rukkað fyrir notkun debetkorta og kreditkorta, hvað kostar að sækja sér þjónustu í útibú eða þjónustuver og svo hvað kostar að láta gera greiðslumat og taka lán (lántökugjöld). Rétt er að geta þess að hér er ekki fjallað um öll gjöld bankanna í þessum fimm flokkum og mun fleiri flokkar eru í verðskrám bankanna. Þá er hvorki litið til gjalda sem fyrirtæki greiða bönkunum fyrir veitta þjónustu né vaxtaskrá bankanna. Auk þess má taka fram að viðskiptavinurinn getur sjálfur gert ýmislegt af því sem rukkað er fyrir í gegnum heimabanka sinn og/eða smáforrit bankanna. Myndin er tekin í útibúi Útvegsbankans í mars 1980. Bankaþjónusta í dag er töluvert breytt frá því sem var.fréttablaðið/jensÁtta blaðsíðna löng PDF-skjöl Verðskrár allra bankanna eru aðgengilegar neðst á forsíðu vefsíðna þeirra. Þá er einnig hægt að finna verðskrárnar í gegnum tilteknar valmyndir efst á vefsíðum Arion banka og Íslandsbanka. Þær eru allar ítarlegar og séu þær skoðaðar í PDF-skjölum telja þær hver um sig alls átta blaðsíður. Það verður að viðurkennast að sitthvað er til í orðum Gylfa Zoega um flækjustig og ólæsilegar verðskrár. Þannig tók það blaðamann nokkra klukkutíma að taka saman upplýsingar úr verðskránum fyrir flokkana fimm sem hér eru til umfjöllunar og færa þær inn í Excel-skjal til að hafa þær allar á sama stað til að hægt væri að gera verðsamanburð. Það er síðan misauðvelt að gera verðsamanburð á einstaka atriðum í verðskránni þar sem bankarnir bjóða ekki alltaf upp á nákvæmlega sömu þjónustu og vöruflokkarnir heita ekki allir það sama.Yfir 40 þúsund króna kreditkort með ýmsum fríðindum Hér fyrir neðan má sjá myndræna framsetningu þar sem borin eru saman verð bankanna þriggja í fyrrnefndum vöruflokkum. Sem dæmi um verðmuninn þegar kemur að debetkortum þá munar 80 krónum á ódýrasta og dýrasta árgjaldinu fyrir kortið. Debetkortafærslan er svo einni krónu dýrari hjá Íslandsbanka heldur en í Landsbankanum og Arion banka og þá má geta þess að samkvæmt vefsíðum Íslandsbanka og Arion banka fá viðskiptavinir á vildarkjörum ákveðið margar fríar færslur á ári.Það getur svo munað tugum þúsunda á árgjaldi ódýrasta og dýrasta kreditkortsins sem hægt er að fá hjá bönkunum en hafa ber í huga að dýrasta kortinu, MasterCard World Elite, fylgja margs konar fríðindi sem ekki fást með ódýrari kreditkortum. Hið sama á við um næstdýrasta kortið sem fæst hjá Íslandsbanka, Premium Icelandair, sem einnig er frá MasterCard, en með báðum kortunum safna viðskiptavinir vildarpunktum hjá flugfélaginu Icelandair.Kostar að sækja sér þjónustu í útibú eða þjónustuver Þjónusta í útibúum og þjónustuverum kostar síðan sitt. Þannig rukka Íslandsbanki og Landsbankinn viðskiptavini sína um 95 krónur þegar staða og færslur eru lesnar upp í síma af starfsmanni. Þá kostar að leggja inn á reikninga í öðrum banka eða sparisjóði en rétt er að geta þess að hjá Arion banka er ekki sérstaklega tiltekin verð fyrir nokkur atriði varðandi þjónustu í útibúum og þjónustuverum sem finna má í verðskrám Íslandsbanka og Landsbankans. Það verður því ekki annað ráðið af verðskránni en að þar eigi við það sem kallað er þjónustugjald í útibúi eða þjónustuveri og er þá rukkað 195 krónur.Kostar þó nokkra þúsundkallana að taka lán Þegar kemur að því að taka lán þarf viðskiptavinurinn svo einnig að greiða fyrir ýmsa þjónustu. Þannig kostar að fara í greiðslumat en það kostar mismikið, til dæmis eftir því hvort greiðslumatið er gert rafrænt eða í útibúi. Þá er Íslandsbankinn eini bankinn sem rukkar ekki fyrir greiðslumat vegna fyrstu íbúðar samkvæmt verðskrám bankanna og þá er dýrara fyrir hjón og sambúðarfólk heldur en einstaklinga að fara í greiðslumat hjá Íslandsbanka og Arion banka.Síðan eru það lántökugjöldin sem lántakendur þurfa að greiða en líkt og með greiðslumatið þá rukkar Íslandsbanki viðskiptavini sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð ekki um slíkt gjald. Annars er lántökugjaldið fyrir húsnæðislán hæst hjá Íslandsbanka en lægst hjá Landsbankanum og munar þar 12.500 krónum.Uppfært kl. 17:25:Ekki var rétt farið með gjald sem Arion banki innheimtir fyrir úttekt af debetkorti hjá hraðþjónusturáðgjafa/í útibúi í grafi yfir debetkort. Slíkan vöruflokk er ekki að finna í verðskrá bankans þar sem ekkert er rukkað fyrir slíka úttekt hjá Arion. Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. 6. mars 2019 07:30 Furðar sig á því að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun Hermann segir mikilvægt að taka með í reikninginn hið flókna starf og hina miklu ábyrgð sem bankastjórar bera þegar litið er til launa. 14. febrúar 2019 11:31 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Það getur munað tugum þúsunda á árgjöldum kreditkorta, það kostar sitt að sækja þjónustu í útibúið eða þjónustuverið og hver færsla á debetkortinu kostar hátt í 20 krónur. Þetta er á meðal þess sem kemur í ljós þegar gluggað er í verðskrár stóru bankanna þriggja, Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka. Viðskiptavinir þeirra kannast eflaust flestir við að þurfa að greiða ýmis gjöld til bankanna vegna þjónustu sem þeir nýta sér. En hvað er bankinn að rukka mann um mikið og fyrir hvað og getur maður auðveldlega gert samanburð á verðskrám bankanna?Vísir hefur áður fjallað um hvað ýmis þjónusta hjá bönkunum kostar og ákvað að kanna málið aftur nú, ekki síst í ljósi mikillar umræðu um há laun bankastjóra, uppgjöra bankanna fyrir síðasta ár og svo vegna gagnrýni Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði sem situr jafnframt í peningastefnunefnd Seðlabankans, á það sem hann kallar ólæsilegar verðskrár bankanna.Nú er hægt að gera ýmislegt af því sem áður þurfti að gera hjá gjaldkera í hraðbanka, eins og til dæmis að kaupa gjaldeyri.vísir/vilhelmYfir 30 milljarðar króna í þjónustutekjur Bankarnir þrír kynntu ársreikninga sína fyrir árið 2018 í síðasta mánuði. Allir skiluðu þeir hagnaði; Arion banki upp á 7,8 milljarða króna, Íslandsbanki upp á 10,6 milljarða og Landsbankinn upp á 19,3 milljarða króna. Út úr ársreikningunum má meðal annars lesa hvað bankarnir höfðu í þjónustutekjur (einnig kallað þóknanatekjur) á síðasta ári en þjónustutekjurnar, sem bæði eru innheimt af einstaklingum og fyrirtækjum, koma meðal annars til vegna gjalda sem innheimt eru vegna greiðslukorta og af lánum og vegna innheimtu- og greiðsluþjónustu. Á síðasta ári hafði Íslandsbanki alls 12,2 milljarða króna í hreinar þjónustutekjur, Arion banki 10,3 milljarða og Landsbankinn alls 8,1 milljarð króna í hreinar þjónustutekjur samkvæmt ársreikningum bankanna.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur gagnrýnt verðskrár bankanna.vísir/vilhelmÓlæsilegar og flóknar verðskrár Gylfi hélt erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í liðnum mánuði og var fjallað um það á vef RÚV. Sagði Gylfi að ólæsilegar verðskrár bankanna, óþarflega há laun bankastjóra og aukin áhersla á rafræn viðskipti væru ekki til þess fallin að auka traust almennings á fjármálakerfinu. Verðskrárnar væru það flóknar að erfitt væri fyrir almenning að gera á þeim verðsamanburð. Vísir tók saman verð bankanna þriggja í hinum ýmsu „vöruflokkum“, ef svo má að orði komast, það er hvað er rukkað fyrir notkun debetkorta og kreditkorta, hvað kostar að sækja sér þjónustu í útibú eða þjónustuver og svo hvað kostar að láta gera greiðslumat og taka lán (lántökugjöld). Rétt er að geta þess að hér er ekki fjallað um öll gjöld bankanna í þessum fimm flokkum og mun fleiri flokkar eru í verðskrám bankanna. Þá er hvorki litið til gjalda sem fyrirtæki greiða bönkunum fyrir veitta þjónustu né vaxtaskrá bankanna. Auk þess má taka fram að viðskiptavinurinn getur sjálfur gert ýmislegt af því sem rukkað er fyrir í gegnum heimabanka sinn og/eða smáforrit bankanna. Myndin er tekin í útibúi Útvegsbankans í mars 1980. Bankaþjónusta í dag er töluvert breytt frá því sem var.fréttablaðið/jensÁtta blaðsíðna löng PDF-skjöl Verðskrár allra bankanna eru aðgengilegar neðst á forsíðu vefsíðna þeirra. Þá er einnig hægt að finna verðskrárnar í gegnum tilteknar valmyndir efst á vefsíðum Arion banka og Íslandsbanka. Þær eru allar ítarlegar og séu þær skoðaðar í PDF-skjölum telja þær hver um sig alls átta blaðsíður. Það verður að viðurkennast að sitthvað er til í orðum Gylfa Zoega um flækjustig og ólæsilegar verðskrár. Þannig tók það blaðamann nokkra klukkutíma að taka saman upplýsingar úr verðskránum fyrir flokkana fimm sem hér eru til umfjöllunar og færa þær inn í Excel-skjal til að hafa þær allar á sama stað til að hægt væri að gera verðsamanburð. Það er síðan misauðvelt að gera verðsamanburð á einstaka atriðum í verðskránni þar sem bankarnir bjóða ekki alltaf upp á nákvæmlega sömu þjónustu og vöruflokkarnir heita ekki allir það sama.Yfir 40 þúsund króna kreditkort með ýmsum fríðindum Hér fyrir neðan má sjá myndræna framsetningu þar sem borin eru saman verð bankanna þriggja í fyrrnefndum vöruflokkum. Sem dæmi um verðmuninn þegar kemur að debetkortum þá munar 80 krónum á ódýrasta og dýrasta árgjaldinu fyrir kortið. Debetkortafærslan er svo einni krónu dýrari hjá Íslandsbanka heldur en í Landsbankanum og Arion banka og þá má geta þess að samkvæmt vefsíðum Íslandsbanka og Arion banka fá viðskiptavinir á vildarkjörum ákveðið margar fríar færslur á ári.Það getur svo munað tugum þúsunda á árgjaldi ódýrasta og dýrasta kreditkortsins sem hægt er að fá hjá bönkunum en hafa ber í huga að dýrasta kortinu, MasterCard World Elite, fylgja margs konar fríðindi sem ekki fást með ódýrari kreditkortum. Hið sama á við um næstdýrasta kortið sem fæst hjá Íslandsbanka, Premium Icelandair, sem einnig er frá MasterCard, en með báðum kortunum safna viðskiptavinir vildarpunktum hjá flugfélaginu Icelandair.Kostar að sækja sér þjónustu í útibú eða þjónustuver Þjónusta í útibúum og þjónustuverum kostar síðan sitt. Þannig rukka Íslandsbanki og Landsbankinn viðskiptavini sína um 95 krónur þegar staða og færslur eru lesnar upp í síma af starfsmanni. Þá kostar að leggja inn á reikninga í öðrum banka eða sparisjóði en rétt er að geta þess að hjá Arion banka er ekki sérstaklega tiltekin verð fyrir nokkur atriði varðandi þjónustu í útibúum og þjónustuverum sem finna má í verðskrám Íslandsbanka og Landsbankans. Það verður því ekki annað ráðið af verðskránni en að þar eigi við það sem kallað er þjónustugjald í útibúi eða þjónustuveri og er þá rukkað 195 krónur.Kostar þó nokkra þúsundkallana að taka lán Þegar kemur að því að taka lán þarf viðskiptavinurinn svo einnig að greiða fyrir ýmsa þjónustu. Þannig kostar að fara í greiðslumat en það kostar mismikið, til dæmis eftir því hvort greiðslumatið er gert rafrænt eða í útibúi. Þá er Íslandsbankinn eini bankinn sem rukkar ekki fyrir greiðslumat vegna fyrstu íbúðar samkvæmt verðskrám bankanna og þá er dýrara fyrir hjón og sambúðarfólk heldur en einstaklinga að fara í greiðslumat hjá Íslandsbanka og Arion banka.Síðan eru það lántökugjöldin sem lántakendur þurfa að greiða en líkt og með greiðslumatið þá rukkar Íslandsbanki viðskiptavini sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð ekki um slíkt gjald. Annars er lántökugjaldið fyrir húsnæðislán hæst hjá Íslandsbanka en lægst hjá Landsbankanum og munar þar 12.500 krónum.Uppfært kl. 17:25:Ekki var rétt farið með gjald sem Arion banki innheimtir fyrir úttekt af debetkorti hjá hraðþjónusturáðgjafa/í útibúi í grafi yfir debetkort. Slíkan vöruflokk er ekki að finna í verðskrá bankans þar sem ekkert er rukkað fyrir slíka úttekt hjá Arion.
Íslenskir bankar Neytendur Tengdar fréttir Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00 Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. 6. mars 2019 07:30 Furðar sig á því að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun Hermann segir mikilvægt að taka með í reikninginn hið flókna starf og hina miklu ábyrgð sem bankastjórar bera þegar litið er til launa. 14. febrúar 2019 11:31 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Einhuga vegna launahækkana bankastjóra Fjármálaráðherra segir stjórnendur Íslandsbanka og Landsbankans ekki hafa virt tilmæli um hófsemi og varfærni við launahækkanir og boðar aðgerðir. Forsætisráðherra og samgönguráðherra taka undir í samtali við Fréttablaðið. 1. mars 2019 06:00
Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. 6. mars 2019 07:30
Furðar sig á því að það sé álitið „mikill glæpur“ að greiða bankastjórum há laun Hermann segir mikilvægt að taka með í reikninginn hið flókna starf og hina miklu ábyrgð sem bankastjórar bera þegar litið er til launa. 14. febrúar 2019 11:31